Mér finnst vera alveg rosalega mikið talað um að myndir séu langdregnar og að það “gerist ekkert í þeim”. Þetta finnst mér svo rosalega leiðinlegur hugsunarháttur og held að það sé óhætt að segja að þetta sé afleiðing þess hve fólk horfir allt of mikið af svona einhverjum týpískum Hollywood hasarmyndum þar sem ekkert er pláss fyrir hluti eins og stemningu, alvöru samtöl, flókið plott og virkilega persónusköpun. Hvað meinar fólk með “gerist ekkert” þegar það er að gagnrýna myndir, er fólk að...