Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Radiohead - Ok computer

í Músík almennt fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Der: Sú snilld sem er á bakvið Ok Computer, Sgt. Peppers, DSOTM og the Soft Bulletin eru smáatriðin. Það eru smáatriðin sem fær man alltaf til að vilja meira. Í fyrstu sýn ,fyrir mér, voru þetta mjög straight-forward plötur, en á einhvern undarlegan hátt urðu þessar plötur furðulegri við hverja hlustun. Það er eins og þegar maður horfir upp í stjörnu bjartan himin, maður sér alltaf fleiri og fleiri stjörnur, alltaf fleiri smáatriði. Stundum, einstaka sinnum stjörnuhrap.

Re: The Fucking Champs

í Metall fyrir 22 árum
Það er alltaf gott að heyra þegar að fólk sér ljósið. Gott hjá þér:) The Fucking Champs er algjör snilld. Checkaðu einnig á Karate, annað brilliant jaðarband.

Re:

í Hljóðfæri fyrir 22 árum
Sem starfandi tónlistarmaður hef ég um tíðina oft brennt mig á því að leitast eftir strengja og blásturshljóðfærum til þess eins að sykra tónlistina mína í staðinn fyrir að nota eitt hljóðfæri eins og t.d. fiðlu til að þjóna lykilhlutverki í lagi. Það er of auðvelt að gera tónlist feitari með strengjum. Gömlu 70´s progrokk sveitirnar, svo dæmi sé tekið, létu hljóðfærin virkilega njóta sín í lögum með snilldar útsetningum og meiri concept pælingum á bakvið verkin. Þetta finnst mér vanta í...

Re: Gamla Músikin!

í Gullöldin fyrir 22 árum
Hvað með allt progrokkið. King Crimson Emerson Lake & Palmer Frank Zappa (& the Mothers of invention) Captain Beefheart Yes Can (brilliant þýskt sýruband) The Soft Machine (annað sýruband, hitaði oft upp fyrir Pink Floyd) og fleiri bönd eins og canned Heat, án efa besta blús band EVER. Procal Harum Santana Velvet Undergound Neil Young (Crosby, stills, Nash & Young) Nick Drake og ekki má gleyma Trúbrot, Lifun er hrein snilld.

Re: Metnaður við tónlist og flutning?

í Hljóðfæri fyrir 22 árum
Það skiptir ekki hvað menn geta spilað hratt, heldur hvað þeir spila. Það er örugglega búið að spila allan skalan í gítarleik yfir árin og ekki geta menn farið að apa eftir gömlu gítarsnillingunum. Það er líka það að rokkið er búið að breytast til muna frá nítjánhudruðfimmtíuogeitthvað þegar Hill Haley var upp á sitt besta. Menn eru bara að átta sig á því að minimalisminn er betri þar sem smá atriðin skiptamáli og þar sem ein lítil nóta getur breytt öllu.

Re:

í Hljóðfæri fyrir 22 árum
Ég er alveg fullkomnlega “ósmmála” þessu. Það var mikið hæp að vera með strengi og málmblásturshljóðfæri í lögum rétt eftir að Ágætis Byrjun kom út. Tildæmis Land og synir voru mikið í þeim pælingum um það leyti. Einnig gerði Quarashi eitthvað með Sinfóníuhljómsveit Íslands (og einhver önnur hljómsveit sem ég man ekki hvað heitir). Reyndar hafa flestar hljómsveitir verið með eitthvað af strengja útsetningum í lögum sínum. Það er ekkert nýtt fyrirbæri að blanda saman rokki/poppi og klassík....
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok