Geðveikræli fólksins ,,Himininn er að hrynja! Himininn er að hrynja! Allir að setja á sig himnahrunsvarnarhjálmana!´´, heyrðist bergmála um ganga geðveikrahælisins. Innan af næsta gangi heyrðist dauflega kallað: ,,Allir að brosa! Allir að segja skyr eða tsís! Guð er að taka myndir!´´ Annars staðar frá heyrðist: ,,Englarnir eru í Laser-Tag!´´ Grettir hafði alltaf gaman að því að vinna á geðveikrahælinu í þrumuveðri. Sjúklingarnir höfðu svo skemmtilegar og frumlegar útskýringar á ólátunum....