Snjórinn liggur yfir öllu eins og sæng yfir sofandi gróðrinum, krákurnar krúnka, snjórinn marrar undan skónum,birtan sker í augun og mjúk golan kælir á mér andlitið og smýgur inn á hálsmálið. Allt í einu heyri ég kallað „hey“ og í sömu andrá lendir snjóbolti á bringunni á mér. Boltinn var frá pabba sem stendur þarna brosandi með húfu með dúsk. Ég brosi til baka til hans. „Þú varst eitthvað svo utan við þig, um hvað varstu að hugsa?“ Segir pabbi. „Ha? Ég? Ekkert“ svara ég „Finnst þér ekki...