Lógiskasta ályktunin er sú að þú sért bara með höndina í vitlausri stöðu. Geri ráð fyrir því… þetta gerist stundum fyrir mig, reyndar þó nokkru sinnum. Ég hreyfi hana bara aðeins til og kem henni fyrir aftur. Veit ekki hvað ég get ráðlagt þér fyrir utan það.
Ótrúlegt hvað fólk getur verið óþroskað og hlegið að óförum annarra. Heyrðu jæja, spurðu einhvern í guildinu… hvert guild er með guild síðu þar sem þetta kemur allt skýrt fram.
Var að enda við að búa mér til prest á Sylvanas, blood elf. Annar presturinn minn og er ég nokkuð sáttur so far. Annars hefur mig líka stundum langað til að búa til Róg á pvp server. Undead þá eða Blood elf.
Held að Nothing Else Matters hafi verið svona með mínum allra fyrstu sem ég lærði. Svo er Knockin' On Heavens Door líka frekar auðvelt, allavega fyrra sólóið. Svo ef þú vilt stíga einu skrefi lengra og fara í aðeins hraðara dæmi en ekkert erfitt stuff samt þá er Stairway to Heaven frekar nett til þess. Eiginlega flestir gítarleikarar sem læra Stairway sólóið snemma á gítarleiðinni.
Nei veistu reyndar er það vitlaust. :-) Það nær 30 yarda og 40 með totemic mastery. Sem fær mann einmitt aftur til að pæla í hvað fólk er alltaf að væla með þetta. Já þetta slær á 5 sek fresti sem sökkar en að nota þetta totem með grounding totem getur verið andskoti öflugt á móti locks. (Tótemið deyr ekki við dots :D)
Tótemið nær 30 yards meina ég, 40 með talentum. Þetta snýst um að æfa sig svoldið, ég vil eiginlega ekki segja frá svolitlu skemmtilegu sem ég komst að um daginn með þessi totems. Líklegast bug.
Fjarlægðin er btw 30-40 yardar, þetta snýst bara um að læra á classana. Það er ekkert mál að læra að nota þetta efficiently á móti lockum. Segi ekki að þú vinnir þá alltaf en pældu aðeins í hinum totemunum líka og hvað þú getur notað með t.d. tremor totem á móti locks.
Blow, gaurinn er að gera það mjög gott… peningarnir flæða og telur hann sig hamingjusaman…. svo missir hann allt og myndin endar mjög sorglega. Requiem For A Dream… mynd um einhverja junkia… langt síðan ég sá hana en það er mynd sem sýnir the dark corners of the world. Eternal Sunshine of The Spotless Mind… frábær mynd… shit ég hef séð hana alveg tvisvar eða þrisvar og einu sinni nýlega… ég virðist alltaf gleyma hvað hún er nákvæmlega um(og þar með hvernig hún endar)… basically ástfangið par...
Án efa gítarinn minn, Epiphone Elitist Les Paul Standard. Hann er einfaldlega bara drulluþægilegur finnst mér að spila á. Er sáttur við hljóðið líka í bili.
Mér datt þessi fyrst í hug: http://www.imdb.com/name/nm0000144/ Svo komst ég að því þegar ég fletti honum upp að hann er ekki beint ljóshærður, en hefur verið skolhærður í nokkrum myndum held ég.
Já, Ævar(Bloodsucker - guild leaderinn) þekkir víst gaurinn sem er með GZ, svo er einn annar úr guildinu sem vinnur þarna held ég. Annars er ég ekki vel að mér í þeim málum. En já, þetta var notað sem guild forums.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..