Í fyrsta lagi, þá var Paolini 15 ára þegar hann byrjaði að skrifa trilogíuna en hann verður 22 ára 17. nóvember. Eragon kom út í ágúst 2004 og önnur bókin kom út í ágúst núna í ár. Ég hef lesið báðar bækurnar og verð að segja þótt að mér hafi fundist þær vera ögn barnalegar, þá er ég að tala um samræður, hvað Eragon er að hugsa um og hvernig hann bregst við aðstæðum. Ég auðvitað fór að dæma höfund fyrir að vera sjálfur barn en Eragon er auðvitað sjálfur barn í bókinni aðeins 16 ára. Þrátt...