Komiði sæl. Mig langar að troða skoðun minni fram :) Þ.e.a.s. skoðun minni á að hafa rottur sem gæludýr. Þegar ég ræði um þetta þá eru dæmigerð viðbrögð, “Ojjj.. ég æli.”, “Hættu að tala um þetta.”, “Ég vil ekki heyra þetta.” og “Þú ert viðbjóður.” Það má vel vera að ég sé viðbjóður en ég er ekki sammála því að rottur séu viðbjóður. Í raun eru þetta ein af gáfuðustu spendýrum jarðar, gáfaðari en kettir og hundar þó svo þeir hafi ekki sömu character einkenni. Ekki misskilja og halda það að ég...