Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Kveðja til allra spunaspilara fyrr og nú (12 álit)

í Spunaspil fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Ég ákvað að skrifa stutta grein til ykkar sem spila eða spiluðu spunaspil. Ástæðan er sú að fyrir nokkru ákvað ég að draga mig í hlé frá öllu sem tengist mótshaldi og er sú ákvörðun tekin vegna breyttra aðstæðna í spilaheiminum. Í dag er staðan þannig að það er ekki grundvöllur til að halda mót eins og ég vil hafa þau, þ.e.a.s. leigja stóran sal og fá um eða yfir 100 manns. Líkurnar á að fylla slíkt mót eru frekar litlar og áhættan á því að tapa pening á mótshaldi meiri. En hvað um það. Ég...

Leið til að ná tökum á sjálfum sér. (21 álit)

í Heilsa fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Mig langar til að deila með ykkur aðferð sem ég er að nota þessa stundina til að ná tökum á sjálfum mér og efla sjálfsstjórn og þar með efla andlega og líkamlega vellíðan. Það má vel vera að þessi aðferð henti þér ekki en þar sem hún er að virka vel fyrir mig eru eflaust einhverjir þarna úti sem geta notað hana. Hver kannast ekki við að setja sér ótal markmið til að ná tökum á sjálfum sér. T.d. með því að vilja léttast, hætta einhverjum ósið og taka upp betri siði. Það er ekki óalgengt að...

Vantar ráðleggingar (9 álit)

í Kettir fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Hæ hæ kattarunnendur og aðrir Huga áhangendur. Ég er í vandræðum með kisann minn og leita hér með eftir ráðleggingum frá hverjum þeim sem kann að hafa ráð við vandamálinu. Þannig er mál með vexti að ég á kisa sem er orðinn um 12 ára gamall. Ég flutti í nýtt húsnæði fyrir einu og hálfu ári síðan og allt í góðu með það. Kissinn er alger innikisi og fer aldrei út nema þá út á svalir og þannig hefur hann alltaf verið frá því að hann var kettlinur (enda alinn upp á 3.-4. hæð allt sitt líf). Núna...

Staða Eve Mars 2004 (21 álit)

í Eve og Dust fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Ég hef lesið yfir margar greinar hérna í Eve svæðinu á Huga. Margar eru góðar og upplýsandi fyrir byrjendur jafnt fyrir þá sem lengra eru komnir. Eitt þykir mér þó vanta og það er upplýsingaflæði um það sem er í gagni í Eve heiminum. Þá meina ég helst hlutlausar upplýsingar eins og “þetta alliance réðist á hitt alliancið” en ekki “Andsk. alliancið réðist á okkur.. ALLIR TIL VOPNA!” :) Spurning hvort við getum sett upp svona mánaðarlega upplýsingagrein þar sem við leggjum öll eitthvað inn....

Stofnun á nýju spilamóti. (4 álit)

í Spunaspil fyrir 22 árum
Komið sæl öllsömul. Ég hef því miður ekki verið mikið inn á Huga síðastliðið ár en ákvað að kíkja inn eftir að mér var bent á að hugmyndir væru um að stofna nýtt spilafélag. Fyrir mína parta þá finnst mér hið besta mál að einhver hafi áhuga á því að stofna nýtt félag og halda því gangandi. Ef áhugi er fyrir því að nota Fáfnis nafnið þá finnst mér það mjög gott en það er einmitt draumur minn að Fáfnis nafnir lifi áfram enda var það spilafélag sterkur liður í því að sameina spunaspilara á...

Fáfnismóti frestað (19 álit)

í Spunaspil fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Komið sælir. Vegna lítils tíma út af námi sérstaklega þá hef ég ekki haft mikinn tíma til að skipuleggja mótið og hefur allt í kringum það verið losaralegt með meira lagi. Út skipulasleysi hefur fólk haft of knappan tíma fyrir skráningu því einungis 4 stjórnendur hafa skráð sig en það er einfaldlega ekki nóg viku fyrir mótið. Þar að auki er mótið á Skjálfahelgi eina ferðina enn sem er síður en svo æskilegt. Vegna þessa verður frestun á Fáfnismótinu og það gæti verið í þónokkurn tíma ef að...

Skráning og miðasala (7 álit)

í Spunaspil fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Komið sælir félagar. Því miður hittist enn og aftur svo á að Fáfnismótið verður haldið um Skjálfta helgi en verðum einfaldlega að láta okkur hafa það. Ég hef engar áhyggjur af því að við náum ekki að fylla mótið. Skráning stjórnenda er hafin. Til að skrá þig sem stjórnandi þá annað hvort sendir þú tölvupóst til thestone@simnet.is eða hringir í síma 698-0055. Það sem taka þarf fram er: Nafn. Aldur. Hversu lengi þú hefur stjórnað. Sími. Netfang. Kerfi. Aldurstakmark spilara. Reyk/reyklaus....

Dagsetning komin á Fáfnismótið (24 álit)

í Spunaspil fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Jæja þá er komið að því. Komin er dagsetning á næsta mót og verður það haldið helgina 8.-9. júní. Ég vona það að þessi dagsetning komi sér vel fyrir flesta (helst alla). Enn er verið að vinna að fyrirkomulagi næsta móts, t.d. eins og hvenær, hvar og hvernig skráning verður. Það gæti farið svo að stjórnendur fái einhversskonar stigagjöf, þá ekki í formi keppni heldur bara fyrir þá sjálfa svo þeir geti séð hvernig þeim gekk osfv. Þær tölur yrðu ekki birtar. Leigugjald á húsnæði...

Næsta fáfnismót í sjónmáli! (15 álit)

í Spunaspil fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Loksins loksins! Það er að koma að því að næsta mót verður haldið! Það verður haldið í maí og fer ég nk. fimmrudag til að ræða við Ásartrúarmenn um nánari dagsetningar ofl. Ef allt gengur upp mun mótið verða á sama stað og þó svo leigugjaldið hækki örlítið þá er ég ekki viss hvort það komi niður á miðaverði. Ég mun ekki hafa keppni á næsta móti enda langar mig að spila smá með ykkur :) Kær kveðja, -Steini formaðu

Fáfnismót: Tilkynning (9 álit)

í Spunaspil fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Komið sæl öllsömul. Ég verð því miður að tilkynna ykkur það að það verður seinkun á næsta móti vegna ófyrirsjáanlegra aðstæðna en örvæntið ekki því að næsta mát er á næstu grösum og ég skal sjá til þess að mótið verði ekki á sama tíma og Skjálfti. Ég vona að þetta kosti ekki mikinn grát og gnístan tanna. Næsta mót verður tilkynnt með mánaðar fyrirvara. Kær kveðja, -Steini, formaður Fáfnis

Nýtt fyrirkomulag móts (7 álit)

í Spunaspil fyrir 23 árum
Nú þegar fyrsta Fáfnismótið er á enda hafa vaknað ýmsar spurningar varðandi mótshald. Eftir þónokkrar vagnaveltur verða eftirtaldar breitingar á fyrirkomulagi mótsins. Endilega lesið þetta vandlega yfir og setjið ykkar comment á þetta. Eitt af því sem hefur mest verið talað um hér er keppnisfyrirkomulag og stigagjöf mótsins. Það er nú svo að ef ég hætti með keppnina þá er ég að gera það í óþökk þeirra sem vilja keppa og ef ég held áfram með keppnina þá gæti það orðið til þess að sumir...

Keppnin í hnotskurn (17 álit)

í Spunaspil fyrir 23 árum
Komiði sælir/sælar og þakka ykkur fyrir skemmtilegt mót. Það er eitt sem er mikið rætt um og þykir mér margur taka málefninu á of alvarlegum nótum. Hér fyrir neðan ætla ég að útskíra pælinguna bakvið keppnirnar og vona ég að það verði til þess að andstæðingar hennar sjái ljósið. Hvort sem keppni á sér stað eða ekki þá mun ég taka niður einkunnargjöf hjá mótsgestum. Þeir sem mæta á mörg mót fá síðan uppsöfnuð stig sem gefa af sér hlunnindi. Ég er nú ekki búinn að gera mér grein fyrir í hvaða...

Ennþá laus sæti (11 álit)

í Spunaspil fyrir 23 árum
Komið þið sælir spunaspilarar. Ennþá eru nokkur sæti laus á spilamótið og vil ég byðja ykkur um að hringja í þá spilafélaga sem eru ekki skráðir og tala þá til í að mæta á mótið :) Ég veit að það er ýmislegt sem spilar inn í þetta eins og t.d. Skjálfti en mér finnst ólíklegt að ekki sé hægt að fylla 1 stk. 96 manna mót. Með von um að fylla mótið, -Steini, formaður.

Skráningu á Fáfnismótið líkur 8. nóv. (4 álit)

í Spunaspil fyrir 23 árum
Þá er að fara að styttast óðfluga í mótið og maður er farinn að finna fyrir spennu í andrúmsloftinu. Enn eru nokkur sæti laus enda ekki skrítið því að allflestir Íslendingar eru þeim náðargáfum gæddir að gera allt á síðustu stundu (ég meðtalinn). Skráningu á mótið líkur 8. nóvember og vil ég byðja þá sem eiga eftir að skrá sig að gera það sem fyrst og láta líka non-Huga vini sína vita. Það væri náttúrulega snilld að klára skráningu fyrir 8. nóv. svo ég geti einbeitt mér að öðru :) Kærar RPG...

RPG keppnin (16 álit)

í Spunaspil fyrir 23 árum, 1 mánuði
Mig langar til þess að útskíra nánar pælinguna bak við RPG keppnina. Með því að hafa RPG keppni þá munu þeir sem taka hana alvarlega, reyna að setja aukið effort í roleplay og samvinnu. Það er nú allt gott og blessað. Fyrir þá sem finnst keppnin ómöguleg geta litið svo á að engin keppni sé til staðar og spilað í rólegheitunum. Samt sem áður fá þeir stig eftir hvert mót og gætu þess vegna unnið. Auðvitað má hinn sami afneitað verðlaunum og leyfa næsta manni að fá þau en mér finnst...

Tek mér frí frá skráningu 22-26. okt. (1 álit)

í Spunaspil fyrir 23 árum, 1 mánuði
Vegna anna í námi mun ég ekki skrá spilara á milli kl. 20-22 í Nexus vikuna 22-26. okt. Ef einhverjir eru alveg ólmir í að skrá sig þá geta þeir gert það í gegnum tölvupóst thestone@simnet.is. Taka verður fram eftirtaldar upplýsingar: Nafn Fæðingarár Símanúmer Á hvaða borð viðkomandi vill spila á laugardaginn Á hvaða borð viðkomandi vill spila á sunnudaginn Kær kveðja, -Steini

Traust (40 álit)

í Heimspeki fyrir 23 árum, 1 mánuði
Hér er ein pæling sem ég las fyrir nokkru í bókinni “Awareness” og hefur hjálpað mér með ýmis vandamál varðandi traust. Eflaust hafa sumir heyrt þetta áður en ég ætla samt sem áður að tjá mig um þetta :) Málið snýst um það hvað maður gerir ef einhver bregst trausti manns. Ímyndaðu þér einhvern sem þú treystir mest í lífinu. Ímyndaðu þér að þú segir þessum aðila eitthvert leyndarmál og daginn eftir hefur þessi aðili sagt öllum frá leyndarmálinu. Hvernig bregstu við? Er það ekki eitthvað á...

Vantar einn stjórnanda á Fáfnismótið (6 álit)

í Spunaspil fyrir 23 árum, 1 mánuði
Cyberpunk stjórnandi á borði 9 forfallaðist og vantar því einn stjórnanda á mótið. Skráning hefur annars gengið alveg ótrúlega vel og vil ég þakka fyrir góðar undirtektir. Kær kveðja, -Steini

Mikilvægar upplýsingar fyrir Fáfnismótið (0 álit)

í Spunaspil fyrir 23 árum, 1 mánuði
Póstfangið “steinerinn@hugi.is” hefur ekki verið virkt frá 8. október. Allir sem sendu mér póst frá þeim tíma verðið að senda póstinn aftur og í þetta sinn til “thestone@simnet.is” Þetta er mjög mikilvægt því að ef einhverjir skráðu sig í gegnum tölvupóst þá eru þær upplýsingar týndar. Kveðja, -Steini

Rottur sem gæludýr (32 álit)

í Gæludýr fyrir 23 árum, 1 mánuði
Komiði sæl. Mig langar að troða skoðun minni fram :) Þ.e.a.s. skoðun minni á að hafa rottur sem gæludýr. Þegar ég ræði um þetta þá eru dæmigerð viðbrögð, “Ojjj.. ég æli.”, “Hættu að tala um þetta.”, “Ég vil ekki heyra þetta.” og “Þú ert viðbjóður.” Það má vel vera að ég sé viðbjóður en ég er ekki sammála því að rottur séu viðbjóður. Í raun eru þetta ein af gáfuðustu spendýrum jarðar, gáfaðari en kettir og hundar þó svo þeir hafi ekki sömu character einkenni. Ekki misskilja og halda það að ég...

Skráning spilara hefst fyrr en áætlað var!! (0 álit)

í Spunaspil fyrir 23 árum, 1 mánuði
Það er alveg greinilegt að spunaspilsáhugamenn vilja mót og það helst í gær. Undirtektirnar hafa verið ótrúlega góðar og skráning hefur gengið vonum framar og hafa allar stöður fyrir stjórnendur verið fylltar og það tveim vikum fyrir áætlaðan tíma. Vegna þessa hefur verið ákveðið að skrá spilara mun fyrr. Mun skráning spilara hefjast 9. október og vera alla virka daga frá kl 20:00-22:00. Fólk úti á landi getur hringt í Nexus s.552-9011 og pantað miða eða einfaldlega í gegnum tölvupóst...

Heimspeki eða tilviljun? (19 álit)

í Heimspeki fyrir 23 árum, 1 mánuði
Þegar ég fór yfir gamlar skoðanakannanir þá er þrennt sem mér þykir mjög sérstakt og ýmsar heimspekilegar pælingar spruttu út frá því. Ég sendi inn könnun sem mér fannst alveg afskaplega sniðug þó ég segi sjálfur frá og það er - “Hvort kom á undan? Hænan eða eggið?”, með valmöguleikunum Hænana Eggið Bæði Hvorugt Ekki viss. Þegar að könnunin fór af stað langaði mig að skoða gamlar kannanir og sá ég þá mjög sérstakt hugsanamynstur. 6. ágúst sendi ‘ikorni’ inn þessa könnun - “Hvort kom á undan....

Fáfnismót - Skráning hefst fljótlega (20 álit)

í Spunaspil fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Jæja kæru félagar. Nú er búið að finna annað húsnæði og rúmar það 96 manns. Verður mótið haldið helgina 10. og 11. nóvember 2001. Mótið verður í húsi Ásatrúafélagsins á Granda (þar sem mót hafa verið haldin áður). Það er svolítið hrátt húsnæðið eins og er en það er verið að vinna hörðum höndum að gera það fínt. Húsnæðið er að mínu mati perfect fyrir RPG andann vegna þess að í loftinu hanga hringlaga málmljósakrónur, á veggum hanga teppi með Norrænum víkingamyndum og svo eru nokkur...

Húsnæði fundið fyrir Fáfnismótið!! (31 álit)

í Spunaspil fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Það er búið að finna sal fyrir næsta Fáfnismót. Það á bara eftir að semja nokkur atriði við eigendurna. Það leit út fyrir það að miðaverðið yrði 2.000,- fyrir helgina en eftir sveittar samningaviðræður náðist að fá 25% afslátt. Það þýðir að miðaverð mun vera ca. 1.500,- (þetta er ekki fast verð… gæti rokkað upp eða niður um nokkra hundrað kalla) T.d. þurfa stjórnendur ekki að greiða fullt verð. Athugið að í þessu verði er allur efniskostnaður greiddur fyrir vinnings medalíur (sjá meira um...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok