Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Steffz
Steffz Notandi síðan fyrir 20 árum, 7 mánuðum Karlmaður
56 stig

Re: Mutu

í Knattspyrna fyrir 20 árum
Spurning um að tala við sjúkraþjálfara og þjálfarana þarna?:D Gætu vitað eitthvað um málið;)

Re: Mutu

í Knattspyrna fyrir 20 árum
Bosnich fékk nú 2 ára dóm, játaði, og var rekinn frá Chelsea.

Re: Myndir af leimönnum í Football Manager

í Manager leikir fyrir 20 árum
Það er án efa hægt að downloada þeim. En ef einhver er að pæla í því afhverju það eru ekki myndir af öllum, þá er ástæðan einföld; license, eða leyfi á íslensku. Það eru myndir af köllum í Spænsku dedildinni, neðrideildum á Englandi, og Bandarískudeildinni, MLS.

Re: Koma svo gott fólk

í Knattspyrna fyrir 20 árum
Ég er bara búinn að komast að þeirri niðurstöðu að knattspyrna á ekki heima í netinu, eða bara í tölvum yfir höfuð. Ég var nú einn af þeim sem börðust fyrir því að fá þessi áhugamál sameinuð, Ensku Deildina, og Ítalska Boltann, og ég hélt að það væri skrefið að nýju og betra áhugamáli. Það gekk ekki, og ætli þetta áhugamál sé ekki bara að fara til fjandans.

Re: Fréttahornið/slúðurhornið

í Knattspyrna fyrir 20 árum
“FA hefur sektað kevin keegan um £8,500 eftir að hann játaði það að hafa kallað blótsyrði að Steve Dunn dómara leiks Man city og newcastle en hann fór 4-3 fyrir newcastle” Reyndar var hann sektaður fyrir ummæli að leik loknum, en hann sagði eitthvað líkt þessu: “It Was a close game, but also a game where the refree helps other team to win. I know i will be fined for this, but it's the truth.”

Re: Úffff

í Knattspyrna fyrir 20 árum
Nei, Pongolle er ekkert meiddur kallinn;)

Re: frettir.hiphop.is

í Hip hop fyrir 20 árum
Lítur alls ekki illa út.

Re: Draumadeildin

í Knattspyrna fyrir 20 árum
Held nú sammt að flestir þekki þessa leiki vel, enda gamal grónir. En annars, auðvitað er ég að spila, á http://www.draumalid.is

Re: Dautt áhugamál

í Knattspyrna fyrir 20 árum
Gaur, HM/EM er virkt á tveggja ára fresti, og Landsbankadeildin á sumrin. Það eru örugglega það sem þarf til að bjarga þessu áhugamáli.

Re: ...1 STOP!

í Knattspyrna fyrir 20 árum
Djöfull var þetta gott á Man U að tapa þessum leik!:D

Re: Úffff

í Knattspyrna fyrir 20 árum
Haha, gaur, eigum við enga sentera? Baros er að spila vel núna, 3 mörk í seinustu 2 leikjum, Pongolle er búinn að spila vel þegar hann hefur fengið tækifæri, og Mellor… Ok, við höfum 2 góða og einn svona allt í lagi. Ætli það verði þá ekki bara Morientes í janúar.

Re: Úffff

í Knattspyrna fyrir 20 árum
Talað um að hann verði ekki meira með á tímabilinu.:(

Re: 2 spurningar

í Manager leikir fyrir 20 árum, 1 mánuði
Oft og mörgu sinnum tekist að áfrýja banni.

Re: Betis Glory

í Manager leikir fyrir 20 árum, 1 mánuði
Reglan í Ítalska boltanum er engin hörmung, og ef lið í t.d. 11. og 12. sæti eru með jafn mörg stig, þá þurfa þau ekkert að spila aftur, bara ef sætið skiptir einhverju máli.

Re: Juventus - Roma í kvöld

í Knattspyrna fyrir 20 árum, 1 mánuði
Leikurinn er einmitt byrjaður núna þegar ég skrifa þetta, og vel það, en ég segi 2-0 fyrir Juventus, Roma enganveginn sannfærandi það sem af er tímabili.

Re: Manchester United er farið á hausinn:(

í Knattspyrna fyrir 20 árum, 1 mánuði
Vá fólk, þetta er korkur um ítalska boltann, og seinustu 2 póstarnir hérna eru um Man Utd. Vitið þið eitthvað sem ég veit ekki?

Re: Mutu

í Knattspyrna fyrir 20 árum, 1 mánuði
Mér er andskotanum drullu sama þó hann játi, hann á skilið 2 ára bann. Og annað, hann neitaði að hafa notað kókaín.

Re: kom á óvart

í Manager leikir fyrir 20 árum, 1 mánuði
Já, ég geri alltaf nýja, hanna hana utan um liðið mitt.

Re: hunsuckar

í Knattspyrna fyrir 20 árum, 1 mánuði
Hverskonar rugl er í gangi??? Og ég er ekki að tala um kynvillinginn sem sendi þetta rugl inn, heldur admin-ana hérna, afhverju í andskotanum er ekki búið að henda þessu út? Ég hélt að það hefði fengnir nýjir adminar hingað, en nei, þeir enduðu í sama andskotans ruglinu og hinir gömlu! Þannig ég segi, hendum öllum adminunum!!

Re: Könnunin

í Knattspyrna fyrir 20 árum, 1 mánuði
Ég gerði það einmitt líka.

Re: Portsmouth-Spurs

í Knattspyrna fyrir 20 árum, 1 mánuði
Gaman að koma með svona pósta eftir að leikurinn er búinn!:D

Re: Verðum að skipta um þjálfara!!!

í Knattspyrna fyrir 20 árum, 1 mánuði
Og meira. Eiður er ekkert einn frammi, Heiðar er einn frammi!

Re: Verðum að skipta um þjálfara!!!

í Knattspyrna fyrir 20 árum, 1 mánuði
Ha? Er virkilega einhver sem tekur mark á þessum Fifa lista? shiii…

Re: það er ert að gerast í þessu áhugamáli

í Manager leikir fyrir 20 árum, 1 mánuði
jonbii það er ekki neitt að gerast í þessu áhugamáli þetta áhugamál er í rúst ég menna. Hvað er þetta þá? Svo, hvað ætti að vera í gangi hérna? (fyrir utan það sem er nú þegar í gangi)

Re: Ísland.

í Knattspyrna fyrir 20 árum, 1 mánuði
Þjálfarinn er alltaf fíflið þegar illa gengur.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok