Mæli með því að þú fáir þér Ubuntu, svona til að byrja með. Ubuntu geturðu nálgast hérna: http://ubuntu.hugi.is/releases/breezy/ . Mæli með því að þú prófir að keyra “live cd” fyrst, en það er útgáfa af stýrikerfinu, sem installar ekki neinu, heldur leyfir þér bara að prófa það í gegn um diskinn. Þú tekur að sjálfsögðu 64bit útgáfu, þar sem þú ert með 64bit örgjörva. Brennir þetta bara með Nero (eða svipuðu forriti), “burn image to disc”.