Eina allra besta rokk hljómsveit heimsins í dag er án efa hin frábæra sveit Audioslave. En eins og flestir vita þá samanstendur hún af þremur fyrrverandi meðlimum Rage against the machine og svo náttúrulega hinum frábæra söngvara, Chris Cornell, sem var í Soundgarden. Audioslave er kannski hvað þekktastir fyrir lagið Cochise, sem hefur verið í mikilli spilun á RadíóX og Popptíví undanfarið. Þeir gáfu út sína fyrstu plötu rétt fyrir síðustu jól og persónulega verð ég að segja að þetta er ein...