Myndi reyna skipta þessu svo að þú æfir flesta vöðvanna ekki bara einn hóp. Sjálfur þegar ég nenni ekki í ræktina og er bara heima geri ég oftast með handlóðum: Þröngar armbeygjur (lófarnir mynda þríhyrning) eða Armbeygjur þar sem ég skýt mér upp of lófarnir fara frá jörðinni(getur líka gert klapp armbeygjur), síðan geri ég róður, síðan axlapressu, síðan stundum hammercurls, og síðan maga og bakæfingar og hnébeygjur. Virkar samt auðvitað munbetur að fara í ræktina.