James Marshall Hendrix (1942 1970) James Marshall Hendrix betur þekktur sem Jimi Hendrix fæddist þann 27.nóvember árið 1942 í Seattle í Bandaríkjunum. Hann ólst upp við mikla fátækt og átti stranga og erfiða barnæsku. Í kringum miðjan sjötta áratuginn var hann byrjaður að spila á gítar með böndum á borð við Little Richard, the Isley brothers og King Curtis sem “backup” gítarleikari. En þessar stóru stjörnur kunnu einfaldlega ekki að meta spilamennskuna hans og sýndarmennskuna sem hann var...