Ég fór einu sinni í gítarinn vissi þá ekkert um þessa búð þar sem ég bý úti á landi, ég var að leita mér að góðum rafmagnsgítar og verðið sem ég var að spá í var svona 75-100 þúsund en gæðin voru nottla í fyrirrúmi. Ég kem þarna inn og um leið þá gengur einhver karl að mér og spyr hvað hann geti gert fyrir mig, ég segist vera leita að góðum rafmagnsgítar. Þá tekur hann upp einhvern drasl gítar sem kostar 23.000 kr þar sem hann hafði ekki uppá neitt annað að bjóða og byrjar að spila sjálfur á...