Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Sphere
Sphere Notandi frá fornöld Karlmaður
1.566 stig

Staðfest dagsetning á GCN!! (14 álit)

í Leikjatölvur fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Nintendo eru búnir að ákveða hvenær Gamecube mun láta sjá sig á evrópskum markað. Hún mun koma 3. maí n.k og áætlað verð mun vera 249 evrur eða 159 bresk pund. En þá verður hún mikið ódýrari en PS2 og Xbox. Auðvitað verður einhver álagning þegar hún lætur sjá sig á klakanum. Á aðkomudegi verða til staðar 1 milljón Gamecube tölvur. 20 titlar munu fylgja tölvunni á evrópskan markað, t.d, Luigi's Mansion, Wave Race: Blue Storm, Star Wars Rogue Squadron II: Rogue Leader, Tony Hawk's Pro Skater...

Tony Hawk 3 "impressions" (22 álit)

í Leikjatölvur fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Það vildi svo heppilega til að ég skaust út í BT í Gravarvogi í síðasta skipti *tár* og keypti mér Tony Hawk´s Pro Skater 3. Áður hafði ég spilað TH1 í botn og núna í dag hef ég lagað mér að nútímanum. Eins og er, þá er ég ekkert standa mig vel í honum en ég er þó betri en þegar ég fékk hann fyrst. Í leiknum er hægt að gera öll sömu trikkin og áður, en þó finnst mér það mun erfiðara í þetta skipti. Þú getur valið á milli 8 brauta. Í þetta skipti nota þróendurnir ímyndunaraflið. Þú hoppar í...

SSX:Tricky review (6 álit)

í Leikjatölvur fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Þetta er önnur jólin í röð þar sem SSX leynist í jólapakkanum. Í fyrra hafði ég verið að spila upphaflega leikinn alveg í gegn, enda var ég kominn með ógeð af honum. Til að upplifa fílinginn sem ég fékk út úr honum fyrst aftur, ákvað ég að biðja um SSX: Tricky, ég hafði séð mikið af jákvæðum umfjöllunum og maður sá alls staðar umsagnir á bilinu 9-10. Síðan þegar ég var nýbúinn að opna pakkann, hljóp ég upp og skellti honum í tölvuna og ég skal segja ykkur að ég varð fyrir engum vonbrigðum....

Sled Storm 2 (5 álit)

í Leikjatölvur fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Árið 1999 kom út hrein bylting. Sled Storm er einn skemmtilegasti kapp leikur sem ég hef spilað. Í hverju horni leynast einhverjar styttri leiðir. Þessi leikur er grunnhugmyndin af SSX. Sled Storm 2 mun lýta dagsins ljós bráðlega á PS2 og þá má búast við meiri hraða og spennu. Leikurinn er framleiddur og útgefinn af EA. Það var að vísu kvartað út af Sled Storm eitt vegna og mikils raunveruleika, þess vegna mun EA breyta honum aðeins, hafa hann eins og hann hafi verið sniðinn fyrir...

V-Rally 3 (7 álit)

í Leikjatölvur fyrir 22 árum, 11 mánuðum
PS2 hefur verið nefnd leikjatölva bílaáhugamanna, út af geysilega miklu úrvlali. V-Rally er ein þekktasta rally sería í heimi og hún hefur selst í meira en 4 milljónum eintaka um allan heim. Franski framleiðandinn Eden Studios lofar miklu, þeir ætla að hafa leikinn í GT3 kanntinum, en til þess þarf að gera hann sem raunverulegastan. Leikurinn mun bjóða upp á fullt af brautum sem munu vera á 500.000 marghyrningum á hverjum rammma fyrir sig. Bílarnir verða ekkert síður flottir eða á...

Gamecube í B.O (6 álit)

í Leikjatölvur fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Núna rétt áðan skrapp ég niður í Bræðurna Ormsson. Þegar ég labbaði þangað inn og sá Wave Race á 50“ Pioneer Plasma sjónvarpinu. Ég settist í stólinn sem stóð fyrir framan sjónvarpið og byrjaði að spila. Það fyrsta sem ég tók eftir var hversu þægilegur stýripinninn var. Hann small rétt í hendurnar og ég var búinn að læra á hann eins og skot. Hann er ekki jafn mjúkur í hendurnar og Dual Shock 2, en samt finnst mér þeir álíka jafn þægilegir. Ég varð fyrir mjög miklum vonbrigðum í hvað...

Opið bréf til ASA (6 álit)

í Leikjatölvur fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Fyrir ykkur sem ekki vita hver ASA er, þá er hann leikjagagnrýnandi Undirtóna. Eftir að hafa lesið það nýjasta, þá verð ég að lýsa óánægju minni um dómgreind þína, á vissum sviðum. Ok, nú skulum við byrja. Mælikvarði er 0-5 0/5, leikur sem fær 3/5 fær 6/10 Silent Hill 2: Ég hef spilað demó leiksins og mér fannst hljóðið mjög gott, það á miklu betur skilið en “2/5”, þetta er horror leikur og Konami vönduðu sig mjög vel við hljóðið. Ég trúi því mjög vel að þú hélst hljóðinu í lágmarki til að...

Zelda: Majora´s Mask (15 álit)

í Leikjatölvur fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Sagan segir frá hetjunni Link. Leikurinn gerist nokkrum mánuðum eftir að hann hafði bjargað Hyrule konungsríkinu. Þú ert úti í skógi og skyndilega kemur undarlegur strákur með grímu og stelur hestinum þínum og flautunni. Þú eltir hann og dettur ofan í stórt gil. Þú rankar við þér og þú ertu kominn í annan heim, Terminia. Þar hitturðu fólk og sumir segja þér frá því að tunglið skelli á jörðina eftir 3 daga og það er í þínum höndum að koma í veg fyrir það. Leikurinn byggist ekki bara upp á...

PS2 net (6 álit)

í Leikjatölvur fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Sony hefur gert samning við japanska fyrirtækið NTT til að koma PS2 netinu vel fyrir í Japan. Netið mun bjóða upp á netspilun, download á demóum, tónlist, kvikmyndum og ýmsum öðrum hlutum. Allt þetta fer í gegnum háhraða nettengingu NTT. Það sem kvikmyndirnar varða er að hægt er að horfa á þær í gegnum breiðband. Þú getur líka sett inn kyrrmyndir með því að nota i.link tengda myndavél. Það verða líka möguleikar að uppfæra DVD driverana. We would like to offer not only game and entertainment...

Jak and Daxter: Review (11 álit)

í Leikjatölvur fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Þetta var einn þessara leikja sem maður vissi ekkert um. Leikjaheimurinn hypeaði þennan leik upp þegar Sony keypti Naughty Dog. Fólk fékk allskonar hugmyndir um leikinn og maður skildi ekkert hvers vegna hann var nr.1 á lista “most wanted games” hjá fjölmiðlum. Framleiðandi leiksins Naughty Dog sýndi leikinn á síðustu E3 sýningu og viðbrögðin voru tvískipt. Hörkuxboxbasharinn Jason Rubin sem er einn stofnandi Naughty Dog talar um að hann vildi blanda saman Zeldu, Mario, Fina Fantasy og Crash...

SOCOM: Navy Seals (5 álit)

í Leikjatölvur fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Næsta vor mun netið koma á PS2, og nokkrir leikir hafa nú þegar verið kynntir. Einn þeirra er Socom Navy Seals. Það er herleikur sem spilast í 3. persónu. Eins og ég sagði áður þá er hægt að spila leikinn á netinu og það geta allt að 16 manns í einu, auk þess verður hægt að tengja 6 PS2 tölvur saman og spila (LAN). Leikurinn höfðar meira til CS aðdáendur heldur en Quakera, málið er að þú átt að gera ýmis hermission, þú bjargar gíslum og berst við hryðjuverkamenn með túrbína o.s.fv. Eins og í...

Super Smash Bros Melee (7 álit)

í Leikjatölvur fyrir 22 árum, 12 mánuðum
Almenningur hefur fyrir löngu áttað sig á að Nintendo leikir höfða betur til þeirra yngri. Það er ekki fyrir löngu síðan Nintendo gáfu út Super Smash Bros fyrir Nintendo 64. Ég keppti við fullt af fólki í honum og er enn í dag ósigraður … hehehe. Leikurinn var á E3 síðasta og margir helstu fjölmiðlar skemmti sér konunglega í leiknum. Leikurinn fékk E3 award fyrir besta bardagaleikinn. Leikurinn virkar þannig að þú getur valið alla helstu klassísku Nintendo kallana og svo “FIGHT”. Það hefur...

Jólapakkar :D (12 álit)

í Leikjatölvur fyrir 22 árum, 12 mánuðum
Það eru ekki nema u.þ.b mánuður í jólin og manni er strax farið að hlakka til mig hlakkar mest til að vera hjá fjölskyldunni og svo koma pakkarnir. Nokkrir góðir leikir koma út fyrir jól sem þið ættuð að gefa eða biðja um. Sphere A.K.A ——Spit pack head even read eðlisfræði. 1. World Rally Champioship: Kóngurinn sjálfur fjallaði um þennan leik hér áður, ég mæli með því að kíkja hér neðar og lesið vel ef þið eruð bílaáhugamenn. Það er víst byrjað að auglýsa hann í sjónvarpinu, hann kemur í lok...

Zelda: Ocarina of Time (30 álit)

í Leikjatölvur fyrir 23 árum
Geðveikur*Geðveikur*Geðveikur* (Sumir ættu að vita hvað ég virkilega meina með þessum morðum :þ) Sumir leikir eru einfaldlega betri en aðrir, þannig er það bara. En einn er efsti kubbur píramítans, hann ógleymanlegur, sama hversu gamall hann er og sá leikur fer bara eftir smekk. Núna ætla ég að fjalla um leik sem kom úr fyrir 3 árum, já hann er gamall, en eins og ég sagði áðan þá mun ég ekki gleyma honum. Það var mér sannkallaður heiður að fá að spila hann, ég var mjög lengi með hann eða...

50hurtz (15 álit)

í Leikjatölvur fyrir 23 árum
What´s up pals? Get it? PALS :) Það er ekkert grín að vera palari, við fáum allt seinast og oftast er það lélegra en NTSCarar. Ég ætla að útskýra þetta aðeins nánar. NTSC = Bandarískt kerfi yfir sjónvörp þar sem tíðnin fyrir skjáinn að endurbyrrta allt er 60hz. PAL = Evrópskt kerfi yfir sjónvörp þar sem tíðnin fyrir skjáinn til að endurbyrta allt er 50hz. Koma þessi hz okkur spilurum við? Jú þau ráða oftast hraða leiksins, það er mjög pirrandi að þurfa að spila leiki 17,5% hægar en BNA menn....

SSX: Tricky (5 álit)

í Leikjatölvur fyrir 23 árum
SSX:Tricky (PS2) Hver man ekki eftir því fyrir rúmu ári þegar það var væga sagt ótrúlegur skortur af leikjum á PS2, allavega einn versti þurkur sem ég hef lent í. Eini leikurinn sem hélt mér lifandi var SSX, og ég er enþá að spila hann í dag þótt skorturinn sé nánast horfinn. Leikurinn er enn mjög flottur og hefur líka eitt besta hljóð sem maður hefur heyrt í tölvuleik. Ég var alveg að fýla beatboxið hans Rahzel og svo lokalagið með Hybrid. Það eru náttúrlega frábærar fréttir að það er að...

RLH! (7 álit)

í Leikjatölvur fyrir 23 árum
Þið eruð kannski ekki að fatta þetta nafn, þetta á að standa fyrir RUN LIKE HELL, en Interplay breytti því sem ég bara skil ekki. Á mínum topp 10 kvikmyndalista á Aliens sér góðan stað. Spenna í geimnum, fólk alltaf að gera fáránlegustu mistök og verða því étnir, þetta er bara svaka stuð að sjá. Að vera karakter í þessum heimi hefur mig alltaf langað að spila, kannski verður maður étinn og kannski ekki, maður sér félagi sýna vera rifna í tætlur og maður verður skíthræddur hvort maður verði...

Tony Hawk´s Pro Skater 3. (23 álit)

í Leikjatölvur fyrir 23 árum
Ég er í einhverju stuði í kvöld…En hér kemur það: Maður veit ekki hvað maður á að gera þegar allir þessir leikir eru á leiðinni, ég verð að fara fá mér vinnu til að ná að kaupa allt þetta. Einn nýjasta leikurinn til að fá góða umfjöllun í útlandinu er þriðji Tony Hawk leikurinn. Hann fékk fullkomna einkunn á gamespot.com, þ.e.a.s 10 í einfaldlega öllu og svo fékk hann 9.7 á IGN. Leikurinn kemur tæpu ári eftir TH2 og þetta er stórt stökk yfir hann. Eitt það mikilvægasta sem var bætt við...

James Bond: Agent Under Fire. (10 álit)

í Leikjatölvur fyrir 23 árum
Þegar Nintendo 64 kom út þá var einn af launchleikjunum James Bond Goldeneye. Það voru engir aðrir en snillingarnir hjá RareWare sem gerðu leikinn, en þeir áttu eftir að slá þann leik út með nýjum leik (Perfect Dark). EA áttu seinna Bond skyrteinið og ætluðu að nota það í nýjan Bond leik sem var kallaður Tomorow Never Dies. EA vönduðu sig greinilega ekki við þann leik, þetta var hreint ömurlegur 3 persónu skotleikur. Eftir það vildu þeir bæta upp skömmina og gerðu næsta leik í seríunni, The...

Bestu leikir allra tíma: (21 álit)

í Leikjatölvur fyrir 23 árum, 1 mánuði
Hér niðri eru flokkaðir leikir samkvæmt mínu áliti, endilega svarið með ykkar. Besti ævintýraleikur: Legend of Zelda Ocarina of Time. Oftast þegar að leikurinn er eftir Nintendo þá er það gæðastimpill, sérstaklega ef það er Zelda leikur. Klassísk meistarverk verða aldrei gleymd þótt grafíkin linast í gegnum tíðina. Þessi leikur var nógu góð ástæða til að fá sér N64. 2. sæti RE2. Besti bílaleikur: Gran Turismo 3 Engin spurning að ég vel þennan. Þessi er sá besti í dag. Auk þess finnst mér...

Japan´s most wanted. (8 álit)

í Leikjatölvur fyrir 23 árum, 1 mánuði
Hér er kominn nýr listi tekinn úr Japanska fjölmiðlinum Famitsu. 01. Super Smash Brother's Melee - GC 02.DRAGON QUEST 4 - PS2 03.METAL GEAR 2 - PS2 04.STAR OCEAN 3 - PS2 05.FINAL FANTASY XI - PS2 06.SAKURA TAISEN 4 - DC 07.PIKMIN - GC 08.ONIBUSHA 2 - PS2 09.BIOHAZARD - GC 10.ANIMAL FOREST + - GC 11.TEKKEN 4 - PS2 12.LEGEND OF ZELDA - GC 13.VIRTUA FIGHTER 4 - PS2 14.Final Fantasy 3 - WonderSwan 15.KINGDOM HEARTS - PS2 16.TORO TO KYUJITSU - PS2 17.BIOHAZARD 0 - GC 20.MARIO SUNSHINE - GC...

Staða Sony (67 álit)

í Leikjatölvur fyrir 23 árum, 1 mánuði
Staða Sony Ég ætla ekki að skrifa þessa grein út á einhvern fanboyisma (Ulvur finn ekki íslenskt orð), heldur beinum staðreyndum. Fyrir rúmlega einu ári fór PS2 af stað í Japan, biðraðir mynduðust fljótt fyrir framan hverja einustu raftækjabúð og allir reyndu að tryggja sér eintak af litla bróður vinsælustu leikjatölvu veraldar. Það má segja að salan gekk mjög vel í Japan, reyndar seldust 950.000 eintök á fyrsta degi, sem hlítur að vera eitthvað met. Reyndar eftir að tölvan kom út í Japan,...

TimeSplitters 2 (4 álit)

í Leikjatölvur fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Framhald af einum leikjanna sem kom um leið og PS2 kom til landsins. Ég var að fýla þennan leik í tætlur ( Margir eru ósammála mér). Þessi leikur bauð upp á mjög skemmtilegt gameplay enda snýst þessi leikur bara um það. En nú er komið framhald sem ég býð mjög spenntur eftir. Fyrri leiknum var flítt í búðir til að hann gat verið einn af ,,Launch leikjunum''. Nýji leikurinn býður upp á sögu og mission one player mode. Þetta er gott því að fyrri leikurinn hafiði enga sögu og allt var bara eins....

Resident Evil: Code Veronica X (20 álit)

í Leikjatölvur fyrir 23 árum, 2 mánuðum
það hafa ekki verið neitt frábærar greinar undanfarið, allavega ekki nógu langar sem á að skella á korkana! Ok um daginn keypti ég mér nýjan leik Resident Evil Code Voronica X á 7400kr, ok það er dýrt, reyndar mjög f**king dýrt. Leikurinn er sá 4.(5)í röð þessarar syrpu og er greinilega jafngóður og hinir Þtta er ótrúlega spooky leikur og á fékk frábæra dóma(Fyrir utan IGN). Leikrurinn er um Claire Redfield sem fer að gá af bróðir sínum. Hún verður fljótlega handtekinn og sent á eyju en þar...

Ico (11 álit)

í Leikjatölvur fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Eða Ecko eins og hann er borinn fram. Ég ákvað að skrifa aðra grein um þennan leik og nú heila. Leikurinn: Einn sem vakti mesta athygli á E3. “The best game that nobody has heard of” eins og OPM U.S vilja meina. Þú ert einfaldlega karakter i leiknum sem ferð í stóran kastala til ad bjarga stelpu. Eiginlega enginn söguþáður, eina sem maður á að gera er að leysa puzzles “Eins og að leysa stórt temple í Zeldu”. Leikurinn er hannaður mjög smart og ætti ad halda manni lengi fyrir framan skjáinn....
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok