Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Spanni
Spanni Notandi frá fornöld 48 stig

Re: Hver hefur rétt fyrir sér?

í Flug fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Voðalega taka “flugvallarsinnar” alri gagnrýni nærri sér. Auðvitað skýtur maðurinn nokkuð föstum skotum í grein sinni. En ég er hjartanlega sammála honum með þessari athugasemd sinni með “ofbeldi” samgönguyfirvalda. Það var ekkert annað en ofbeldi og yfirgangur þegar ákveðið var að hunsa vilja meirihluta þeirra er þátt tóku í lýðræðislegri konsingu um flugvöllinn með því að halda áfram að skipuleggja frekari “flugmannvirki” á svæðinu og að auki að fara út í rándýrar endurbætur á...

Re: Þráhyggja eða óskhyggja um að flugvöllurinn eigi sér framtíð?

í Flug fyrir 21 árum, 6 mánuðum
(Afsakid nokkrar innsláttarvillur í seinasta texta frá mér. Drengurinn var víst að koma heim eftir langan vinnudag. Geisp og góða nótt.)

Re: Þráhyggja eða óskhyggja um að flugvöllurinn eigi sér framtíð?

í Flug fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Frábær athugasemd hjá Gauk þetta med æxlið. auðvitað viljum við ekki eyða flugvellinum. En aftur á móti vil ég benda Gauknum á það að norðan við Bessastaði eru mjögstórt ónotað svæði, sem í dag nýtist aðallega sem varpsvæði máva á sumrin. Á þessu svæði mætti auðveldlega koma fyrir flugvelli sem er mun fjær íbúðabyggð en Reykjavíkurflugvölur er í dag. Janflangt yrði frá flugvellinum að Bessastöðum, eins og er frá Reykjavíkurflugvelli og að Hótel Sögu. Svæðið er því yfirdrifið nóg til að...

Re: Þráhyggja eða óskhyggja um að flugvöllurinn eigi sér framtíð?

í Flug fyrir 21 árum, 6 mánuðum
málefnaleg umræða eða ekki. Hvers vegna hefur herra Socata þá enn ekki nefnt nýjar staðsetningar fyrir hugsanlegan flugvöll. *Fer í kringum þá umræðu til að forðast að aðrir staðir verði ræddir af fullri alvöru. Hver einasti maður sem hefur kynnt sér skipulagsmál. sér að flugvöllurinn er “æxli” í borginni í dag. Komum umræðunni á það stig, að aðrir valkostir séu skoðaðir á raunhæfan hátt í staðinn fyrir að menn sitji eins og þrjóskir krakkar í sandkassa og segi “Af þvi bara!” Ég fagna því að...

Þráhyggja eða óskhyggja um að flugvöllurinn eigi sér framtíð?

í Flug fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Enn og aftur finn ég mig knúinn til andsvara vegna undarlegra athugasemda sumra sk. “flugvallarvina”. Sumir úr þeim hópi telja mig hafa lítið vit á flugi. En ætli að mér sé ekki óhætt að “hlutfallsleg” þekking mín á flugi sé margföld á við þekkingu þeirru á skipulagsmálum.? Ég hef ekki haldið því fram að enginn flugvöllur eigi að vera í nágrenni borgarinnar, heldur þvert á móti reynt að vekja menn til umhugsunar um nýjar staðsetningar. Ýmsir hér virðast halda það að allt flug myndi lognast...

Kæru flugvallarvinir.

í Flug fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Nú eru búnar að birtast hér á seinustu dögum hreint stórkostlegir pistlar. Einhver snillingurinn úr röðum flugvallarvina, vill ekki efla miðborgina vegna þess að hann telur nóg komið af glæpum og innbrotum á svæðinu. (Greinilega “djúpt” hugsað!) Einnig kom fram að hinn mjög svo málefnalegi Socata er að senda öllum þeim sem taka þátt í umræðunni persónulegan póst um að staka ekki þátt í umræðunni. Ætli að sá “djúpvitri” snillingur leggi ekki næst til bann við frjálsum umræðum og jafnvel að...

Re: Sumir sjá lengra en aðrir.

í Flug fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Hinn ágæti Socata sendi mér langt og ítarlegt bréf á dögunum þar sem hann útlistaði á ágætan hátt fyrir mér rökin fyrir núverandi staðsetningu flugvallarins. Þ.e. þau rök sem nefnd eru í Annálum íslenskra flugmála. En ég hjó nú líka eftir því, að í þeim rökum koma fram að miklar rannsóknir hefðu farið fram á sínum tíma varðandi staðarval fyrir flugvöllinn. Það er gott og vel en það voru nú líka rannsóknir síns tíma. Það eru ótal mannanna verk sem sem eru framkvæmd í trausti rannsókna...

Re: Sumir sjá lengra en aðrir.

í Flug fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Verðmæti svæðisins á eftir ad taka risastökk á næstu árum. Hér fyrr í skrifum mínum hef ég leitt rök fyrir því að þétting byggaðarinnar með betri nýtingu Vatnsmýrarinnar til annarra nota en flugvallar hefði í raun í för með sér aukið umferðaröryggi. Því með þessu yrði frekari samþjöppun byggðarinnar, sem leiddi stil að meðaltali styttri vegalengda sem fólk þyrfit að ferðast og þar af leiðandi færri slys í umferðinni. En auðvitað þarf að taka það inn í myndina, varðandi umferðarskipulagsmál á...

Re: Sumir sjá lengra en aðrir.

í Flug fyrir 21 árum, 7 mánuðum
vægi miðbæjarins semslíks hefur minnkað á seinustu árum. Um það þarf ekki að deila. Þungamiðja viðskipta og verslunar hefur færst í austurátt. Gamli miðbærinn er notaður upp á punt á Þorláksmessu og Sautjánda júní. En skemmtilegasta mannlífið er engu aðsíður á þeim slóðum og þó svo að miðbærinn yrði skilgreindur í Skeifunni, þá held ég að mikilvægi Vatnsmýrarinnar sem byggingarlands, með því sjónarmiði að þétta byggðina og auka hagkvmæmni í borgarlífinuminnki ekkert, þó svo að byrjað væri að...

Re: Sumir sjá lengra en aðrir.

í Flug fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Þeir sem vit hafa á skipulagsmálum segja einum rómi að ónotaða landið, henti betur undir flugvelli, heldur en þetta dýrmæta land í borgarmiðjunni. Höfum í huga að þessi gisna borg okkar þekur jafn mikið pláss í dag eins og milljónaborgin Barcelona. Borg sem allir heimsækja heillast af. Aðstæður eru að breytast hér á landi í þá þatt að fólk er núna loksins að átta sig á því að landrými er verðmæti. Flugvellinum var valinn staður á þeim tíma, þegar allir töldu að landrými væri óþrjótandi. En...

Re: Sumir sjá lengra en aðrir.

í Flug fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Ertu sem sagt kominn í rökþrot? Leitt að heyra því ég á mörg góð rök eftir ónotuð í þessu máli. En má ég samt (er þetta orðið eintal á milli okkar tveggja? Hmmm!) gerast svo djarfur að biðja um þessi margumtöluðu rök þín, sem þú segir að flugannálarnir innihaldi? Kannski tekst þér að svegja skoðanir mína eitthvað í þína átt ef þú heldur staðreyndum ekki leyndum, enda þykir slíkt léleg aðferð við að vinna aðra á sitt band. Ég er sveigjanleur maður í skoðunum og er stoltur af því. Er m.a....

Re: Sumir sjá lengra en aðrir.

í Flug fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Merkilegt hvad hinn ágæti Socata getur alltaf snúið umræðunum hér út í persónulegt skítkast. enn hefur maðurinn ekki bent á neinar staðreyndavillur. Jú, það eina er hugsanlega að ég hef ekki lesið flusöguna spjaldanna á milli, sé heldur engan tilgang með því. Kynni mér það sem máli skiptir. En kannski vill hinn ágæti Socata fræða mig á þvi, hvað það er sem ég hef farið á mis við. Ens taðreyndavillurnar eru auðsýnilegar í málflutningi mínum. Einhver hér að ofan, hélt að ég væri að tala um...

Sumir sjá lengra en aðrir.

í Flug fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Það er gott að heyra hér í flugáhugamönnum sem jafnframt eru framsýnir eins og Dahmer. Eins og ég hef áður sagt, þá tel ég að hér séu meiri hagsmunir fyrir eðlilegan þroska og vöxt borgarinnar að ræða, heldur en “kyrrstöðu” í fluginu. Ég fæ því miður ekki skilið, hvers vegna Socata leggur ofuráherslu á að ég stauti mig í gegnum allt ritsafnið sem fjallar um flugsögu Íslands. Ég hef kynnt mér vel það sem máli skiptir í þessu flugvallarmáli. Undirritaður á engra persónulegra hagsmuna að gæta...

Re: Flugvöllurinn kominn á dagskrá aftur!

í Flug fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Tómu íbúðirnar í úthverfunum sýna að fólk er ekki áfjáð í að fara alltaf í útjaðar byggðarinnar. Ég held að flestir séu sammála um að það þurfi að skapa heildstæðari borgarmiðju. Um leið minnkar þörfin fyrir að byggja upp flóknara og breiðara vegakerfi, því eins og allir vita, þýðir þéttari byggð, styttri vegalengdir og þar af leiðandi minni akstur. Höfum í huga að óhagræðið við flutning flugvallarins vegur eflaust minna heldur en öll hagræðingin sem næst, svo fremi að skynsamleg nýting á...

Flugvöllurinn kominn á dagskrá aftur!

í Flug fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Heill þér nafni ad skrifa greinina þina undir fullu nafni. Vonandi tekst mönnum núna að halda hér uppi málefnalegri umræðu um flugvallarmálið. Ég tók þátt í umræðu hér á dögunum um þetta mál. Kastaði nokkrum “bombum” inn í umræðuna en uppskar persónulegt skítkast og leiðindaorðbragð heiftúðugra flugvallarvina. Nokkuð sem mér fannst ekki vera málstað flugvallarvina til framdráttar og dró mig því út úr umræðunni þá. En nú er málið komið hér inn aftur og vonandi tekst að halda umræðunni á...

Hvað er að gæludýraeigendum???

í Hundar fyrir 21 árum, 7 mánuðum
En nú spyr ég bara. hvað er að fólki sem sleppir dýrunum sínum svona frá sér. Það finnst mér vera meira umhugsunarefni. Ég veit hvað ég er að tala um, því ég hef reynslu af bæði katta- og hundahaldi og í mínum huga lýsir það engu öðru en kæruleysi eigendanna þegar svona gerist. Hundar eiga undir engum kringumstæðum að ganga lausir og þeir eigendur sem láta slíkt gerast eru óhæfir. Það er heldur ekki víst að bílstjórar verði varir við það þegar þeir aka á dýr. Sjálfur ók ég eitt sinn á kött....

Re: Álit

í Rómantík fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Þú ert ekkert of kröfuhörð. sjalfur er spanni yfir sig ástfanginn af yndielegri konu sem á tvö börn og Spanni sjálfur eitt fyrir. Yngri börnin eru fullkominn inn í myndina en elsta barnaið er ekki að meika það að manna sem það er búið að eiga i friði fyrir köllum í tæp þrjú ár sé allt í einu komin með kærasta. Barnið sýnir endalausan dónaskap, neitar að sofna á kvöldin ef ég er í húsinu. þannig að sambandið, sem allir vita af er svona hálfparinn í felum. Ég er fullur vilja til að ganga...

Ég skil ekki???

í Deiglan fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Hvers vegja taka íslenskar konur þessar auglýsingar svona nærri sér? Er auglýsingum Icelandar fremur beint gegn konum en körlum? Tökum sem dæmi orðasambandið “Dirty Weekend”. Þetta er oft notað um það þegar hjón/pör vilja eiga helgi út af fyrir sig og þá er oft elskast af kappi. Sjálfur hefég farið í svona “Dirty Weekend” helgartúra með minni konu til útlanda og slíkt held ég að sé reyndin með okkur flest. Svo er þessu snúið upp á Ísland og þá fá sjálfskipaðir siðapostular á fullt. Einn af...

Re: Borgaralegar fermingar???

í Deiglan fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Jahérna!! Segi ég nú bara. Það er merkilegt hvað sumir hérna taka harkalega til orða. Tala af ókurteisi og heift. Spanni er algjörlega laus við að vera reiður í þessu máli og viðurkennir fúslega að hann fermdist á sínum tíma því hann fylgdi fjöldanum og vildi, eins og flesir unglingar gera, ekki skera sig úr hópnum. Afstaðan væri eflaust önnur í dag, en ég held að ekki yrði valin leið hinnar sk. “borgaralegu” femingar. (lesist “Smáborgaralegu fermingar” (nú tryllast einhverjir. He, he,...

Re: Borgaralegar fermingar???

í Deiglan fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Takk fyrir líflegt svar kæri gabbler. Til að byrja með ætla ég að setja hér inn texta sem ég var að taka af heimasíðu siðmenntar: “Fjármál: Námsgjald fyrir ferminguna árið 2003 er 13.500 kr. á hvert ungmenni. Til viðbótar kostar fermingarathöfnin u.þ.b. 4.000 kr. Siðmennt ber fjárhagslega ábyrgð á námskeiðunum en foreldraráð á lokaathöfninni. Siðmennt hefur ekki notið neinna fjárveitinga eða styrkja nema fyrstu starfsárin en þá veitti menntamálaráðuneytið styrk. Tekist hefur að halda...

Loksins

í Flug fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Jæja, loksins svarði mér einhver á einhvern hátt málefnalega hér. En því miður eru rökin mörg hver þess eðlis að þau eru auðhrekjanleg. :o( Hann minntist á nægilegt landrými og þar er ég hjartanlega sammála, en alndrýmir er þar með líka nægjanlegt undir nýjan flugvöll. fFlugáhugamenn segja alltaf að allar aðrar staðsetningar en miðborgin séu ómögulegar og hlægilegustu rök tínd til. Ég erfast um að Reykjavíkurflugvöllur hefði verið laggður á sínum tíma ef þessi sömu rök hefðu verið notuð. Það...

Re: Borgaralegar fermingar???

í Deiglan fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Eru börn orðin fullorðin 18 ára? það er ekki það sama að verða sjálfráða og að verða fullorðinn. Það er voðalega erfitt að finna einhvern ákveðinn aldur, sem hægt er að segja að fólk verði formlega fullorðið. Mér finnst margir 18 ára unglingar vera með þroska á við aðra þegar þeir voru tíu ára og svo þekki ég fullt af fólki sem komið er langt yfir þrítugt sem er ekki degi þroskaðara heldur en 18. Fólk gifta sig, eyða aurum og taka margar afdrifaríkar ákvarðanir um 18 ára aldurinn, en meiga...

Re: Borgaralegar fermingar???

í Deiglan fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Mikið voðalega virðast sumir hér taka þessari grein minni persónulega. En sannleikanum er hver sárreiðastur. Þessi útlegging Siðmenntar á orðinu “confirm” er þeirra einkatúlkun, sem á ekkert skilt við hina réttu túlkun sem er “staðfesting”. Auðvitað er það einkamál hvers og eins hvernig hann heldur sína fermingu en engu að síður er hræsnin (ekki “hræksni” eins og seinasti ritari skrifaði. Orðið tengist ekki því að hrækja) svo augljós, þegar “viðbúnaðarstigið” er það sama og í venjulegri...

Rómantíkin er í hámarki. :o)

í Rómantík fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Ég held ad rómantíkin hafi aldrei verið meiri en einmitt í dag. Sjáið nú til. aldrei hafa lífsgæðin verið meiri. Aldrei hefur fólk almennt getað veitt sér meira, né hægt verið að lifa við meiri munað. Fullt af hlutum sem við erum að gera í dag, hefðu þótt eins og klipptir út úr ævintýramynd fyrir nokkrum árum. Við höfum fleirri leiðir til að kynnast og enn fleirri leiðir til að ná sambandi við elskuna okkar heldur en nokkurn tíma fyrr. (yndislegt að fá sæt SMS eða e-meila á óvæntum...

Skyldur höfuðborgar

í Flug fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Ég hef hvergi séð á það minnst áður að skyldur höfuðborgar felist í því að lendingarbrautir flugvallar séu í göngufæri á inniskóm við þinghúsið. Skyldur höfuðborgar má jafnvel heldur meta á þann hátt að öll þjónusta og samgöngur séu sem best skipulögð fyrir gesti borgarinna. Æxlið, sem flugvöllurinn er í dag í borgarlandslaginu hamlar eðlilegri þróun borgarinnar. Gestir okkar utan af landi, þurfa að flengjast langar vegalengdir til að geta sótt þá þjónustu sem á þarf að halda. Enginn hefur...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok