Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Spanni
Spanni Notandi frá fornöld 48 stig

Re: Hlutir sem pirra mig

í Húmor fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Thjah! Þetta með fjarstýringarnar. Ég held að flest nýlegri sjónvörp séu bara með tökkum til að kveikja og hugsanlega til að stilla á milli rása, þannig að margt er ekki hægt að gera við sjónvarpið nema með fjarstýringunni, þó svo að maður hafi sjónvarpið nánast í fanginu.

Re: Öryggisólar

í Bretti fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Þetta er bara ekkert mál. Þér hefur örugglega fundist það vefjast fyrir þér í upphafi að nota hjálminn…. ….. en svo vandist hann. Ætli að það sama eigi ekki við um ólina? Gangi þér vel að venjast öruggari brettamenningu og hvettu sem flesta til að fara að fordæmi þínu. :o)

Re: 12 á toppnum! það er metið.

í Jaðarsport fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Nei, við vorum ekki tólf á toppnum í einu, en við vorum tiu. Góður hópur sem þjappaði sér í kringum steininn sem er efst. Svo biðu tveir fyrir neðan og pössuðu upp á að allir spottar og tryggingar væru öruggar. Frábær dagur með skemmtilegum hóp. Daginn eftir var svo tekinn góður sprettur á skíðunum upp á Kaldbak.

12 á toppnum! það er metið.

í Jaðarsport fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Þú þarft nú að endurskoða metskráninguna elsku drengurinn minn. Spanni var í tólf manna hóp sem fór á toppinn þann 19. maí 1991. Þá lentum við meira að segja í fjölbreyttara veðri heldur en þið, því það snjóaði á okkur líka. :o) En ferðin var æðisleg og ég ek Öxnadalinn alltaf skælbrosandi (nema þegar það er þoka) eftir að hafa brölt þarna upp um árið. En ég óska ykkur til hamingju með að hafa komist upp á drangann. Það eitt og sér er nógu skemmtilegt dakmark út af fyrir sig.

Ábyrð katteigenda.

í Kettir fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Það eru ekki alltaf tök á því fyrir venjulegt fólk að stöðva bíla til að fjarlægja dauða ketti og leggja sjálft sig í stórhættu um leið. Ég sá t.d. dauðan kött í gjánni í Kópavogi um daginn og ég hefði dæmt sjálfan mig til dauða þar með því að fara út til að taka upp blóðugt hræ. Þess vegna hringir maður á lögregluna þegar svona ullabjakk liggur á götunni, því þeir geta stöðvað, eða hægt á umferðinni á meðan. Særðir kettir geta líka verið árásargjarnir og þó maður vilji þeim vel. Þá er ekki...

Nokkur svör við spurningum.

í Deiglan fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Spurningunni um það hvað sé alfaraleið í byggð er nú auðsvarað. Ætti ekki að skilgreina það hugtak í víðri merkingu, því hugtakið “alfaraleið” er nenfnilega orð sem hægt er að túlka á marga vegu og fer nú líklegast eftir innsæi eða eigum við heldur að segja eftir hugarfari þess sem þarf að túlka orðið sér í vil. þetta hugtak getur örugglega samt líka valdið ágreiningi, ef einhverjum landeiganda finnst hann búa á afskekktum stað og vill vera alveg út af fyrir sig þar. En ef hann á jörð nálægt...

Kárahnúkaharmleikur

í Deiglan fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Ég met nú ekki álit starfsmanna Landsvirkjunar sem hafa farið í gegnum markvissan heilaþvott yfirmanna sinna líkt og Devilio mikils í þessu máli. Það er eins og og fá álit vestfirsks togarsjómanns á því hvort eigi að gefa allar fiskveiðar algjörlega frjálsar. (með fullri virðingu fyrir vestfirsku togarasjómönnum) Ég vil fræða Devilio á því að það á einmitt að gera ráð fyrir því allra versta í svona framkvæmdum. Annað er ábyrgðarleysi og vítavert viðingarleysi fyrir fjármunum okkar...

Tjald í bæjarhlaðinu!!

í Deiglan fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Nei, það er nú ekki málið. Þessi lög eru bara mjög sanngjörn fyrir alla. Bændur eru lausir við það að ókunnugt fólk tjaldi í kálgarðinum eða bæjarhlaðinu en það er í lagi að tjalda aðeins frá bæjum og ganga vel um. Gæta þess að trufla ekki búpening og forðast þau svæði þar sem ræktun fer fram. Og umfram allt, skilja vel við svæðið. Sjálfur hef ég nú ekki lent í útistöðum við höfðingjan í Næfurholti. Hef tjaldað þar að vísu yfir nótt en án vandræða. Aftur á móti var bróðir minn rekinn þaðan...

Eru ekki allir kátir? ;o)

í Flug fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Eigum við ekki að reyna að koma þessu umræðum á eitthvert flug. Ég álít þennan vettvang ekki rétta staðinn fyrir okkur til að vera með eitthvert skítkast á milli okkar. Ef þú hefur ekkert til málanna að leggja, þá legg ég allavega til að þú haldir þig til hlés í umræðunni og hleypir öðrum að sem hafa eitthvað að segja. Erum við ekki sammála um það? :o) Þó svo að þu sért ósammála mínum rökum í málinu, þá þarftu að geta virt, að það séu aðrir sem vilja segja eh. Annars ertu bara að reyna að...

Eru ekki allir kátir? ;o)

í Flug fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Eigum við ekki að reyna að koma þessu umræðum á eitthvert flug. Ég álít þennan vettvang ekki rétta staðinn fyrir okkur til að vera með eitthvert skítkast á milli okkar. Ef þú hefur ekkert til málanna að leggja, þá legg ég allavega til að þú haldir þig til hlés í umræðunni og hleypir öðrum að sem hafa eitthvað að segja. Erum við ekki sammála um það? :o) Þó svo að þu sért ósammála mínum rökum í málinu, þá þarftu að geta virt, að það séu aðrir sem vilja segja eh. Annars ertu bara að reyna að...

Re: Hættu nú í . . . .

í Flug fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Ég ætla þá allavega að byrja á því að þú munidr eftir að taka geðvonskulyfin þín hið fyrsta. Annars segist þú alltaf hafa eitthvað um málin að segja en svo kemur bara skætingur og skítkast. Ég held að allir hér séu löngu hættir að trúa því að þú hafir nokkuð vit á þessummálum, allavega ef þú heldur svona áfram.

Re: Hættu nú í . . . .

í Flug fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Hefur hæstvirtur Socata sem sagt ekkert til málanna að leggja?

Hættu nú í . . . .

í Flug fyrir 21 árum, 5 mánuðum
. . . þessum sandkassaleik og reyndu adð komast inn í umræðuna í staðinn fyrir að standa í þessum endalusa skætingi hér. Ég hélt að þetta væri spjallrás til að ræða flugmál, sem flugvallarmálið er óneytanlega en Socata velur þetta sem vígvöll fyrir “sandkassaleik”. Ætla men t.d. gjörsamlega að reyna að þegja þetta háalvarlega atvik sem átti sér stað yfir Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi í hel? Þetta er búið að vera aðalfrétin í allan dag, en flugáhugamenn vilja alltaf sniðganga alla...

úbs!!

í Flug fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Hver talar um ómálefnalegar umræður hér? Kannski Socata sem frábiður sér svívirðingar? Nú bið ég alla þá sem vilja að lesa skrif hans hér og hver sem er getur fellt sinn dóm í framhaldi af því. En eigum við ekki heldur að halda okkur við málefnið og ræða hér áfram hver framtíðin sé fyrir BIRK ef herinn fer frá Keflavík? Orð allra eru vel þegin, því skógurinn væri þögull ef aðeins bestu söngfuglarnir syngju. :o)

Nohhh!

í Flug fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Svo yfirburðasnillingurinn Socata telur það málefnalega umræðu að svara ekki því sem spurt er um, né bera fram rök fyrir því að reka eigi tvo flugvelli. Þá vitum við það, “Þögn er málefnaleg”. Vissulega vilja sumir þaga málin í hel og er núverandi forsætisræðaherra gott dæmi um slíkt því hann vill ekki að rætt sé um framtíð herstöðvarinnar svo þjóðin viti af. Allavega hefur hann þá fundið sér sálufélaga hjá Socata. En helst vildi ég nú sleppa öllum persónulegum skætingi hér í þessari umræðu...

Svar óskast?!?

í Flug fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Auðvitað væri best að byggðin dreyfðist sem víðast um landið. En það má ekki líta fram hjá þeirri staðreynd að við stöðvum ekki vöxt Reykjavíkur, þó svo að það tækist að hægja að flutningi landsbyggðarfólks til höfuðborgarsvæðisins. Reykvíkingar þurfa að efla og þétta borgarkjarnan til að borgin vaxi á eðlilegan hátt. Allir sem vit hafa á skipulagsmálum, horfa með hryllingi til borga eins og Los Angeles sem hefur vaxið í allar áttir og fólk þarf að aka óravegalengdir til að komast í og úr...

Örlítil innsláttarvilla. :o)

í Flug fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Ég skrifaði í seinustu grein: „Ef slys verða í væntanlegri byggð í Vatnsmýrinni verða þau bara einhvers staðar annars staðar en hér erum við að tala aum að fækka áhættuþáttum eins og fylgir því að hafa flugvöll mitt inni í einu þéttbýlasta svæði landsins." Þarna var ég að flýta mér helst til mikið, því ég átti við að slys sem yrðu í væntanlegri Vatnsmýrarbyggð, væru slys sem fylgdu edlilegri byggð, slys sem myndu þá annars eiga sér stað á öðrum stöðum, þar sem byggðin yrði ef ekki yrði byggt...

Re: Jæja, hvað segja . . .

í Flug fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Með þessum stórkostlegu rökum stórsnillingsins Socata, vill hann líklegast leggja allt landið undir einn risastóran flugvöll og útrýma þannig slysum í eitt skipti fyrir öll. Loka svæðum og girða af. Mannlífi í borg fylgja slys og óhöpp. Ef slys verða í væntanlegri byggð í Vatnsmýrinni verða þau bara einhvers staðar annars staðar en hér erum við að tala aum að fækka áhættuþáttum eins og fylgir því að hafa flugvöll mitt inni í einu þéttbýlasta svæði landsins. Þegar byggt verður í Vatnsmýrinni,...

Kárahnjúkafávísi.

í Deiglan fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Eitt er það sem virkjunarsinnar gleyma alltaf í þessari umræðu, en það er hversu gífurlega dýrt það er að byggja þessa virkjun, sem mun ekki búa til nema eh. í kringum 1000 störf þegar allt verður komið í gang. Er ekki áætlunin upp á 300 milljarða? Hjálp!!! Það gerir sem sagt 300 nilljónir á hvert starf? Hvað væri hægt að gera annað til að efla atvinnuuppbyggingu (og þáum allt land) fyrir mun fleirri og það fyrir mun minni fjármuni.? ísland er að setja sig í flokk með þróunarríkjum, sem taka...

Jæja, hvað segja . . .

í Flug fyrir 21 árum, 5 mánuðum
. . . . þá flugvallavirnir um atvikidð sem varð í gærkvöldi. vonandi var þetta ekki ein staðfestingin í ykkar huga með að flugvöllurinn sé hættulaus fyrir borgarbúa þar sem hann er í dag. Sumir úr hópi flugvallarvina, telja það kveifarskap annarra borgarbúa að hafa áhyggjur af staðsetningu flugvallarins og sést hafa hér ákaflega kjánleg orð í þá veru. En við verðum að hafa í huga að við vitum þó hvar h´ttuna af búlaumferð getur borið að, en við eigum erfitt með að vita hvar næsta flugvél fer...

Mörg gullkorn ......

í Flug fyrir 21 árum, 5 mánuðum
….. hafa komið hér fram há flugvallarvinum. Mörg hver ágæt en enn fleirri lýsa djúpri fávisku á málefninu. Hér hafa menn verið að bera andstæðingum flugvallarins afbrigðilegar hneigðir eins og öfund í garð þeirra er stunda flug og fleirra í þeim dúr. Ahh! Ég held ad slíkar tilfinningar séu ekki að plaga mig né þá sem taka málefnalega afstöðu gegn flugvellinum. Ekki ætla ég ad saka þá sem ekki hafa sömu áhugamál og ég um öfund í minn garð. Ein af sterkustu rökum flugvallavina eru m.a. þau að...

Re: :( sorglegt

í Fuglar fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Fyrst kattaaeigiendum finnst það sjálfsagt að kettirnir meigi drepa fugla, þá hljótum við hin meiga að drepa kettina. Survival og the fittest, eins og einhver snillingurinn sagði hér fyrir ofan. Margar einfalda raðferðir til og svo er fínt að demba þeim ofan í næstu öskutunnu á eftir og láta þá hverfa. Skemmta sér svo við að sjá auglýsingarnar eftir þeim í blöðunum næstu vikurnar. Það eru margar sniðugar aðferðir til. T.d. að byrja á því að klappa þeim og snúa þá svo eldsnöggt úr hálslið....

Lánleysi flugvallarvina.

í Flug fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Hinn ágæti Fresca sendi mér tóninn hér á undan og auðvitað finn ég mig knúinn til andsvara. Vonandi öðlast blessaður drengurinn einhverntíma skilning á orðinu ofbeldi. Ofbeldi er m.a. hægt að beita í nafni heillar þjóðar gegn minnihlutahópum líkt og ótal dæmi í mannkynssögunni lýsa. Flestir grófustu ofbeldisverknaðir sem framdir eru, eru oftast framdir í nafni stjórnvalda ríkja gegn íbúm annarra ríkja og mjög oft gegn sínum eigin borgurum. Slík ríki eigum við ekki að taka okkur til...

Re: Hver hefur rétt fyrir sér?

í Flug fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Eingöngu Reykvíkingar höfðu atkvæðisrétt í kosningunni. Enda snerist kosningin um skipulagsmál borgarinnar og kom því íbúum Reykjavíkur einum við, þó svo að aðrir hafi eflaust viljað blanda sér í málið. Ekki sé ég fyrir mér, að við Reykvíkingar tækjum þátt í kosningum um skipulagsmál í öðrum bæjarfélögum, bara til þess að við þyrftum að fara sem stystar leiðir inn í bæina sjálfir. :o) Framkvæmdirnar voru unnar af skattpeningum allra landsmanna og hefði eflaust verið hægt að fara ódýrari...

Frábær athugasemd

í Flug fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Heill þér Fodgett. Það er gott að vita að í röðum “flugvallarsinna” finnist skynsemisraddir. Notum næstu 13 árin til að vinna saman að því að aðlagast breyttum aðstæðum og finna innanlandsfluginu nýjan samastað sem allir verða eflaust ænægðir með að lokum. Hið þrönga rými sem flugvellinum er búið í dag, hamlar frekari framþróun flugsins.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok