Ó, hausinn á mér! Hvar er ég? Kringlan? Stjörnutorg? Hvernig komst ég hingað? Hvað gerðist í gær? Þetta er örugglega þetta helvíti sem Nonni lét mig fá, helvítis óþverri, bæði hann og drykkirnir sem hann sullar. En ojæja, þetta er líklega bara mér sjálfum að kenna, ég þarf líklega að fara í meðferð aftur. Það er svo sem ekki svo slæmt, stelpan sem annast mig alltaf er helvíti falleg, hvað heitir hún aftur, Guðrún?… Guðríður?… Guð- einhvað. Hvað ætli klukkan sé? Það er einhver kona þarna,...