“Ef þú hefur ekkert fallegt að segja um viðkomandi, segðu þá ekkert” sagði einhver, og finnst mér það stundum eiga við um kvikmyndir og listir eins og fólk, en þó ekki… Það sem ég á við, er að þegar ég les athugasemdir um kvikmyndir eins og; “langdregin”, “leiðinleg”, og “asnaleg”, án frekari skýringa, finnst mér gagnrýnin oft segja meira um gagnrýnandann en kvikmyndina. Auðvitað er fólk misjafnt eins og það er margt, og fólk bregst misjafnt við því sem birtist á skjánum, áhorfandinn á...