Rafael Raven 4.kafli, Skástræti Eftir aðra brjálæðislega ferð um göng Gringottbanka voru þau loksins komin aftur á yfirborðið. Nú var tíminn runninn upp sem Rafael hafði beðið eftir með mikilli eftirvæntingu; að versla inn fyrir skólann. “Það er best að við kaupum okkur tösku áður en við byrjum að versla. Það er dálítið skrýtið að halda á öllu þessu gulli”, sagði Susan mamma Rafaels. Í þeirri andrá sem hún sagði þetta ráku þau augun í skilti sem stóð á: Töskubúð Gilberts. Þau gengu inn og í...