Leikur að eldi, leikur að þér ljúf er hefndin, komið að mér eld-rauð af brygðum og bræði bál-vond af öskrum og mæði. Ég syrgi sjaldan öfugugga. Sá ég út um eld-húsglugga víta-verða heita kossa vítiseld af ótryggð blossa Leikur að eldi, leikur hjá mér líflítið bálið í hjarta þér heiftin horfin, sálin auða hefni mín með eldi og dauða -gættu vitna, vertu málvör- Viðstaddur að eigin bálför satan sjálfur holdi klæddur sýnist vera logandi hræddur Leikur að ösku, leikur að þér líflaus er askan í...