Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Grísk goðafræði, valdar sögur (15 álit)

í Sagnfræði fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Ég ákvað að deila með ykkur ritgerð sem ég gerði í trúarbragðasögu….enjoy Upphafið Fyrst var Kaos, nokkuð sem er ekki hægt að útskýra alminnilega, nema kannski með tilvísun í ásatrú, og líkist þá hlest Ginnungagapi. Nokkuð sem er algerlega tómt. Úr Kaosi spratt Jörðin eða eins og Grikkir kölluðu hana, Gea. Sonur hennar, Úranos (himinn) skapaði jörðina og mótaði hana eins og hún er ennþá í dag. Hann skapaði einnig blóm, tré og dýr. Gea ól einnig þríhöfðaða jötna og eineygða Kýklópa sem...

Könnun (4 álit)

í Knattspyrna fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Það eru sumar kannanir hérna sem meika ekki sense. Lykilatriði við það að búa til könnun er að hafa mismunandi svör og hafa allavega einn svarmöguleika þar sem maður getur svarað sem “Hlutlaus” eða þegar verið er að spyrja um besta framherjann “Einhver annar”. Það gengur ekki að hafa bara “já” og “nei” svarmöguleika, það þarf einnig að vera möguleiki á því að vera hlutlaus. Og svo vantar líka einhverja framherja í þessa könnun. Því það er verið að spyrja um besta framherjann í ensku...

Oftast lýgur almannarómur (10 álit)

í Knattspyrna fyrir 21 árum
Þar sem það er vöntun á greinum á þessu áhugamáli ákvað ég að gera eitthvað í þessu. Það hefur borið mikið á því að fjölmiðlar séu að gera sér mat úr því að Owen sé ekki búinn að skrifa undir nýjan samning við Liverpool. Margir eru á þeim buxunum að segja að hann vilji ekki framlengja samninginn. Margir vilja einnig segja að hann vilji fara til þess að spila í Meistaradeildinni. Ástæða allra þessara spekúlasjona eru ummæli sem birtust í viðtali þar sem Owen segist vilja spila í...

Heimadómarar!!!!! (103 álit)

í Knattspyrna fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Nú var ég að enda við að horfa á leik Manchester United og Liverpool þar sem fyrsta aðgerð dómarans var að reka fyrirliðann Sami Hyypia af velli. Það eru ekki margir dómarar sem myndu gera þetta í upphafi leiks vitandi það að þeir væru að eyðileggja skemmtanagildi leiksins alvarlega með þessu athæfi. Einnig fannst mér þetta næstumsköllótta fífl vera alger heimadómari því oft fannst mér brotið á leikmanni Liverpool en síðan dæmt í hag Man. Utd. Eins og til dæmis þegar Beckham hleypur Biscan...

Fowler fer hvergi (2 álit)

í Knattspyrna fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Fowler hefur ákveðið að vera áfram hjá Leeds þrátt fyrir að hafa komist að samkomulagi við Man. City. Hans ástæða fyrir því að hætta við skiptin var að honum fannst eins og hann ætti eitthvað eftir ógert hjá Leeds. Hann sagði þó að hann hefði mikla virðingu fyrir Man. City og aðdáun hans á Kevin Keegan væri óumdeilanleg. En þar sem honum fannst að hann gæti gert meira fyrir Leeds liðið en hann hefur gert hingað til, ákvað hann að vera um kyrrt. Þó hafa komið fréttir þess efnis að...

Tilgangur? (0 álit)

í Smásögur fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Ég kem hér inn og átta mig á því að lífið mitt er ekki eins og ég vildi, hvernig átti það að vera annars? Átti ég ekki að vera búinn með skólann núna og kannski kominn í eitthvað mikilsmetið starf? Ég er ekki eins og ég ætlaði að vera…..hvað er að mér? Hver er það annars? Í depurð minni kveiki ég á sjónvarpinu og kemst að því að það er fótbolti í gangi. Ég kætist. Nei…það hlýtur að vera eitthvað meir en þetta? Eitthvað annað en belja full af lofti sem menn sparka á milli sín. Og svo fá þeir...

Glæpur og Refsing vs. Hringadróttinssaga (6 álit)

í Bækur fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Ég byrjaði sumarið á því að lesa Hringadróttinssögu frá byrjun og til enda (eðlilega) og kláraði maður allan þríleikinn á um þremur vikum. Svo kom að meistara Dostojefski. Ég bara verð að segja það að með fullri virðingu fyrir Tolkien þá er Dostojefski feti framar og þaðan af betur. Persónusköpunin er einföld í Hringadróttinssögu á meðan allar persónur í Glæpur og Refsing eru margslungnar og flóknar, maður áttar sig aldrei á þeim. Á meðan Tolkien skapaði sína álfa, dverga og hobbita, gerði...

þessi er nú grófur????? (8 álit)

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Nú er ég bara að biðja um smá viðbrögð frá ykkur hugurum. Hver er grófasti leikmaðurinn sem að þið hafið séð spila, þá er ég ekki að tala um Jóa í næstu götu, heldur er ég að tala um atvinnumann. Ég hef alltaf verið á þeirri skoðun að Juan S. Veron sé mjög grófur eða þá bara að hann kann ekki að tækla alminnilega. Siðan er náttúrulega Keane kallinn og fleiri en ég er aðallega að biðja um ykkar álit. Hver er bastarðurinn á vellinum? Sokrates

Tilgangur (13 álit)

í Heimspeki fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Ég ætla ekki að hafa þetta langa grein en ég ætla bara að varpa fram einni spurningu: Hver er tilgangurinn í lífinu. Ég veit að þetta er klisjukennt en er samt spurning sem að ég held að allir séu að velta fyrir sér meðvitað eða ómeðvitað. Hvað erum við, erum við yfirburða lífverur sem hafa þróað með sér eitthvað æðra en aðrar lífverur. Eða lifum við í sjálfsblekkingu, erum við bara skepnur eins og aðrar. Er einhver tilgangur með veru okkar hér? Ég vil bara fá að vita hvernig hugarfarið hér...

hjálp (2 álit)

í Manager leikir fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Ég er með um 5millur til að kaupa og mig vantar vinstri bakvörð alveg sama hvert ég leita þá er enginn nógu góður. Ég er að vísu í 2000-2001 leiknum, einhverjar uppástungur einhverja unga og upprennandi, en samt með einhverja reynslu. Sokrates
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok