Borgarstjórnarkosningar Ég ætla að leggja fram smá spá um borgarstjórnarkosningarnar sem fara fram í Reykjavík í vor. Að mínu mati geta orðið tvær atburðarrásir. Byrjum á þeirri fyrri og líklegri. Fylgi Besta flokksins er nokkuð ofmetið í dag, en hann kemur engu að síður einum manni að, Jóni Gnarr sem á svo sannarlega eftir að hrista upp í pólitíkinni. Sjálfstæðisflokkurinn tapar miklu en verður áfram stærstur, með þriðjung atkvæða. Borgarbúum eru boðnir átta slakir kostir en Hanna Birna...