Flestir eru nú afskaplega þakklátir fyrir það sem oft er kallað ‘frjáls vilji’. En hvað er frjáls vilji? Er það að hafa vald yfir eigin vilja? Er það hafa vald yfir eigin hugsunum eða bara einfaldlega valdið til að vera þú, hver svo sem ‘þú’ ert? Ég hallast að því að frjáls vilji (ef eitthvað slíkt er til) sé valdið til að taka eigin ákvarðanir byggðar á þinni hugsun. Jafnvel þótt að hægt sé að taka allt annað frelsi af þér þá hefur þú ennþá valdið til þess að taka þá ákvörðun að þér finnist...