Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Snoother
Snoother Notandi frá fornöld 36 ára karlmaður
294 stig
Snoother

Zelda: Wind Waker og minniskort í GC óskast (0 álit)

í Tölvuleikir fyrir 12 árum, 11 mánuðum
Daginn… Væri til í að fá Zelda Wind Waker og minniskort í GameCube, væri til í að borga 4000 kall fyrir pakkann :) Endilega Pm-ið mig ef þið hafið áhuga

Til sölu fistölva. (2 álit)

í Tölvur og tækni (gamla) fyrir 15 árum, 1 mánuði
Á packard bell fartölvu, 2.2 ghz intel core duo, 4 gb ram, yfir 100 gb diskur, man ekki hve mikið, vel farin, er með reiknivélarborði sem er gígantískt þægilegt. vantar samt 0 hnappinn á það en það skiptir litlu. Mjög öflug og vönduð. Keypt jólin 2007. Er að leita að ca. 70.000 fyrir pakkann.

Allen Iverson - Carmelo Anthony (5 álit)

í Körfubolti fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Aðeins að kikka lífinu í fólkið hérna, því stórviðburður gerðist í NBA um daginn, Melo kom aftur. Eins og flestir vita þá mátti Melo ekki spila í 15 leiki fyrir að lemja Mardy Collins í N.Y. Og Allen Iverson fluttist til Denver, sem btw. gerir hann alsvartasta mann í Denver nema hann hafi eignast börnin sín með Mr. T. Flestir íþróttafréttaritarar fóru að pæla í því hvernig þetta dúó myndi virka. Og búnir eru tveir leikir af þeirra leiktíð saman og virðist það virka vel þó svo fyrstu tveir...

Xbox og Playstation 2 (3 álit)

í Tölvuleikir fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Ég er að reyna að losna við leikjatölvurnar mínar en þær eru í góðu lagi. Bjóðið í þetta verð sem ykkur finnst sanngjarnt. Xbox: Í góðu lagi, því miður eru fjarstýringar bilaðar en ég skal láta þær fylgja ókeypis ef einhver hefur áhuga á að laga þær. Einnig er DVD spilari með henni Leikir: Midtown Madness 3 ESPN - NBA 2k5 NBA LIVE 06 The Lord of The Rings - The Return of The King Star Wars Knights - The Sith Lords Freedom Fighters Halo 1 og Halo 2 GTA - San Andreas Playstation 2: Minni...

Red Opal (9 álit)

í Eve og Dust fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Við í Red Opal viljum fá einhvern íslenskan og hressan noob til að joina okkur, við erum allir frekar eðlilegir fyrir utan einn okkar. Sosíalískt corp! Bræðralag allra manna :) Bætt við 3. september 2006 - 15:56 Og já við erum að tala um að við viljum marga noobs

Ron Artest á leið til *********? (8 álit)

í Körfubolti fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Jæja hann hefur sagt það, kerfið er ekki nógu gott og hann fær ekki að skora nóg. Ron Artest vill ekki spila fyrir Pacers lengur. Og hann vill helst fara til Knicks, heim til New York. Og hann segist ekki hafa neitt á móti því heldur að vera varamaður fyrir LeBron James. Samt hvernig eiga Pacers að geta skipt Artest, vandamálið við hann að hann er svo “láglaunaður”, fær um 6.5 millur á ári. Þess vegna er erfitt að finna jafngóða hæfileika og hann hefur á jafn góðu verði. Knicks hafa leikmann...

John Stockton (7 álit)

í Körfubolti fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Eins og margir vita er John Stockton einn besti PG sem uppi hefur verið, hann hefur sýnt það og sannað að maður þarf ekki að skora mikið til þess að verða einn besti leikmaður deildarinnar, heldur þarf maður að gefa liðinu tækifærin til þess að skora, sem John Stockton gerði með Karl Malone á sínum tíma og var það eitt besta tvíeyki í sögu NBA. Stockton var lítill leikmaður, hann hafði ekki stærðina en hann hafði kraftinn, hann var frekar sterkbyggður og einstaklega snöggur. Hann fæddist 26....

Eddy Curry ekki lengur í Bulls (0 álit)

í Körfubolti fyrir 19 árum
Ok hér er kannski svoldið seint sagt frá en Eddy Curry er ekki lengur í Bulls. Eins og flestir vita var Curry settur á hliðarlínuna í lokin af tímabilinu og missti einnig af playoffs. Stjórn Bulls átti í vandræðum, mjög miklum vandræðum því að fyrir framan þá var ein mikilbægasta spurning komandi ára. Því að Curry var á hliðarlínunni ekki vegna meiðsla heldur vegna þess að hjartað á honum stöðvaðist í leik og ekki það stóð yfir í svoldin tíma. Bulls setti hann á bekkinn út tímabilið og vissi...

Hvert er ykkar besta móment í útikörfubolta(streetball)? (15 álit)

í Körfubolti fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Hvert er ykkar besta móment í útikörfubolta(streetball)? Ég var t.d. um daginn með vini mínum úti þegar það komu einhverjar 8.bekkjar pussur að rífa sig og við tókum leik. Ég dripplaði framhjá einum þeirra, í skyndisókn, senti fullkomna sendingu í spjaldið þar sem vinur minn tók boltan í loftinu meðan hann klessti á einn gaurinn og tróð. Gaurinn stóð eftir grillaður :) Eitt sinn senti einn gaur boltan á mig frá miðju, lét það líta út fyrir skot til þess að fá mótherjana á sig, ég tók boltan...

LeBron kemst ekki í úrslit (8 álit)

í Körfubolti fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Cleveland vann leikinn sinn, en Nets unnu sinn líka, og þá kom í ljós að vegna þess að Nets unnu fleiri leiki milli liðana tveggja í vetur þá komast þeir í úrslit. Svoldið hart, en ég er að reyna að beina mér að því afhverju komust Cavaliers ekki í úrslit? (ef ég hef þetta allt rétt) Þjálfaranum gekk illa, og nýja stjórnin ákvað að reka hann. Eftir stóð LeBron með lið sem er á allt öðru leveli en hann og mikilvægir leikir eftir. Illgauskas er samt náungi sem ég er alveg sáttur með. Hann kann...

Fyllikall er kominn aftur (7 álit)

í Half-Life fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Vegna nýrrar tölvu, og það að Fyllikall týndi cd-key fyrir besta leik allra tíma þá fór Fyllikall að taka frí. Hann fór að drekka var í sukkinu í all langan tíma, svo einn daginn vaknaði með honum ástríðan á því að spila góðan DoD leik. Fyllikall notaði hið góða Steam til að niðurhala DoD og er nú kominn aftur með ekkert minni á því hvernig átti að spila. Hann byrjaður að pumpa og eftir smá æfingu verður heimurinn aftur hans. Skjálfið fyrir honum því hann mun gera börn ykkar að...

Hvar er Melo?!? (4 álit)

í Körfubolti fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Hvar er Carmelo Anthony, var að kíkja á stöðuna hjá honum og hann er að gera mun minna en á seinasta sísoni, ég er ekki að segja að hann standi sig illa, nei hann er með fínar tölur og er einn mikilvægasti maðurinn í liðinu sínu en samt hvar eru tölurnar sem hann var með? Skorar einu stigi minna, hálfu reboundi minna, lægri nýting í þristinum og í tvistunum og jafnvel vítunum, og hann færri mínutur, kannski stigin færra vegna þess. Hefur einhver góða ástæðu fyrir þessu hérna, maður bjóst...

Leikir til sölu (7 álit)

í Leikjatölvur fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Leikir: James Bond: Everything or nothing Madden NFL 2005 NHL 2k3 The mark of kri Socom U.S. Navy Seals með headsetti Rune Viking Warlord Silent Scope Og svo koma bestu stykkin Red Dead Revolver True Crime Streets of LA GTA Vice City GTA 3

Vil selja Ps2 tölvuna mína (3 álit)

í Leikjatölvur fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Ég vil selja Ps2 tölvuna mína, ég hef átt margar góðar stundir með henni en nú er svo komið að hún tekur frá mér of mikinn tíma. Ég er kominn í menntaskóla og æfi íþróttir og þá er lítill tími fyrir bestu leikjatölvu allra tíma með hinu tvennu og auðvitað félögunum. Tölvan er vel notuð en hún er þriggja og hálfs árs. Hún virkar samt vel enda vel farið með hana. Ég á tvær fjarstýringar: önnur virkar fullkomlega en L2 takkinn á hinni er ónothæfur en ég hef þó aldrei reynt að laga það. Leikir:...

Er einhver með myndband (3 álit)

í Körfubolti fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Er einhver með mynband, helst á íslenskum link, af troðslu sem er víst mikið talað um þessar mundir, þar sem Lebron James fær stoðsendingu, hopppar á eftir henni, axlirnar á honum er í sömu hæð og gjörðin og hann teygir sig í boltan sem er í sömu hæð og toppurinn af spjaldinu. Mig langar svo mikið að sjá þetta, fáránlegt að geta skotið svona!

JFK Realoaded (16 álit)

í Deiglan fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Jæja eitthvað virðist heimurinn að brenglast því að núna fyrir stuttu var gefinn út leikur, hann heitir JFK Realoaded, og jamm hann hefur eitthvað að gera við JFK. Nema þú leikur ekki John F. Kennedy, þú ert ekki einhver hermaður sem elskar hann, sem fer og berst útí heim fyrir hann. Nei! þú ert Lee Harvey Oswald og þú átt að skjóta John F. Kennedy! það er eini tilgangurinn með leiknum. Leikurinn er þannig að þú niðurhalar honum af netinu, hann er ókeypis og bara nokkur megabæt. Ég ákvað að...

Slúður um nýliðina í fyrra (4 álit)

í Körfubolti fyrir 20 árum
Jæja Carmelo Anthony var tekinn með grasið græna í ferðatöskunni sinni, en hann sagði að vinur sinn hefði geymt þetta í töskunni hans og gleymt því, en ef hann mun játa þarf hann að fara í einskonar “rehab” á vegum NBA. En annað er að frétta af honum Lebron James,hann er að eignast barn með kærustu sinni til margra ára, jæja sá krakki mun líklega fæðast með silfurskeið í munninum og ég vona að hann muni taka eftir pabba sínum. Þetta var mjög stutt en ég senti þetta bara til að koma smá umræðu á stað.

Hver er ykkar uppáhalds og afhverju? (4 álit)

í Körfubolti fyrir 20 árum
Hver er ykkar uppáhaldsleikmaður og afhverju? Ég held mikið uppá John Stockton, útaf því að hann hefur alltaf verið einkennandi fyrir minn stíl í körfubolta, ég er ágætur í að stela, skjóta og drippla (í það minnsta betri en vinir mínir) ;)

Kennaraverkfallið (3 álit)

í Deiglan fyrir 20 árum, 1 mánuði
Ok ég er orðinn þreyttur á ýmsum hlutum, eins og kennaraverkfallinu og öðrum hlutum sem maður er farinn að taka eftir í okkar samfélagi. Ok byrjum fyrst á kennaraverkfallinu, mér finnst sjálfsagt að þeir fái betri laun, ég meina þeir sjá um börn allan dagin og þegar þeir koma heim þurfa þeir oft að sjá um sín eigin börn, hversu margir foreldrar sjá um börnin sín það lengi á hverjum degi? Kennarar eru að kenna 20-30 börnum í einu, börnum sem sum hata kennarana. En samt ná kennarar að hafa...

Max Payne 2 - The Fall of Max Payne (24 álit)

í Tölvuleikir fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Ok adur en eg skrifa thessa grein tha tek eg thad fram ad eg er i Finnlandi, thad er astaedan fyrir skrift an islenskra stafa. Einnig thetta er min fyrsta leikjagagnryni og lika thad ad eg hef ekki klarad leikinn svo ad thessi gagnryni mun midast vid thad hversu langt eg er kominn, en eg er kominn a Part 2, Chapter 5 Ok, eg verd ad segja ad thessi leikur er snilld. gaefi honum 9 af 10 og thad er mikid. I fyrsta lagi er hljodid i honum fullkomid, skothljod eru mjog raunveruleg og einnig...

Eru einhverjir DoD veterans að spila? (8 álit)

í Call of Duty fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Ég er að fara að kaupa mér Cod á eftir og var að velta fyrir mér hvort það væru einhverjir gamlir DoD spilarar í Cod? Svo er mál með vexti að mér finnst DoD vera einn besti leikur sem til hefur verið og myndi halda áfram að spila hann ef það væri eitthvað líf á íslenskum serverum í honum :( Það væri svo geðveikt að geta spilað gegn gömlum DoDdurum því að það er skemmtilegasta fólk í heimi ;) Molotov (Bunker)Fyllikall<br><br>Snoothe

Dirk Nowitzky (17 álit)

í Körfubolti fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Jæja þá er komið að 3. grein á prófílunum, ég ákvað að fjalla um snillingin Dirk Nowitzki sem er einn af betri mönnum í deildinni. Dirk er mjög hæfileikaríkur leikmaður, hann er 313 cm og 111 kíló, margir geta hlaupið hraðar, stokkið hærra og spilað betur með boltan, en það sem gerir Dirk svo góðan er það hversu fjölhæfur maðurinn er, margir geta allt nálægt körfunni en ekkert fyrir utan 3. stiga línuna (Shaq), aðrir geta allt utan 3. stiga línunnar en ekkert innan hennar, og sumir geta...

Karl Malone (18 álit)

í Körfubolti fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Jæja mér datt í hug að senda hér in grein um hann Karl Malone, eins og þið vitið kannski flest tapaði hann sínum seinasta séns um dagin til þess að fá hringinn, hringinn sem hann hefur aldrei fengið þau fjölmörgu ár sem hann hefur spilað í NBA deildinni. Karl Malone fæddist árið 1963, 24 Júlí. Hann leit sitt fyrsta dagsins ljós í Summerfield í Lousiana. Hann fór í Indiana Tech skólan og varð fljótt þekktur sem hinn ótrúlega grófi leikmaður. Það viðurnefni fékk hann þegar hann olnbogaði mann...

John Stockton (15 álit)

í Körfubolti fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Mér datt í hug að skrifa hér um John Stockton eftir að hafa lesið greinina um Allen Iverson. Eins og margir vita er John Stockton einn besti PG sem uppi hefur verið, hann hefur sýnt það og sannað að maður þarf ekki að skora mikið til þess að verða einn besti leikmaður deildarinnar, heldur þarf maður að gefa liðinu tækifærin til þess að skora, sem John Stockton gerði með Karl Malone á sínum tíma og var það eitt besta tvíeyki í sögu NBA. Stockton var lítill leikmaður, hann hafði ekki stærðina...

Finnst þér dagskrá RÚV góð (0 álit)

í Deiglan fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok