Þannig er mál með vexti að ég var að rykhreinsa tölvu vinar míns. Þetta er 4 ára gamall, Fujitsu, lappi sem var frekar high-end á sýnum tíma. Ég geri allt sem ég á að gera, power alveg af og allt í góðu. Ég tek kælinguna af og skipti um krem, blæs úr viftuni og ekkert mál með það. En þegar ég set hana saman aftur og reyni að powera þá kemur bara hvítur skjár í 2-3 sekúndur og tölvan deyr. Viftan fer aldrei í gang, maður heyrir HD kveikja á sér en deyr síðan. Ég hef aldrei lennt í öðru eins...