Auðvitað er alltaf álagning á öllu, en þessi álagning sem er á bjór í vínbúðunum er bara ekki heilbrigð. Ég veit kanski ekki alveg hvað kostar mikið að framleiða einn bjór, en það er líklega ekki mikið meira heldur en gosdrykki. Og ég veit að fáir hlutir eru með jafn mikilli álagningu og gosdrykkir, það kostar bara einhverjar nokkrar krónur að framleiða hverja flösku af því. Ég er ekkert að tala um að fella niður álagningu, en það má vel stilla hana í hóf.