Ég á heima hérna á norðurlandi í litlum bæ sem heitir Sauðárkrókur. Ef þú átt kött skaltu ekki koma með hann hingað, vegna hvers? það færðu að vita núna. Ég vinn í ruslinu (gámaþjónusta) og var ég að tæma tunnu hjá einni gamalli konu og fór hún þá að tala við mig og spurði mig hvort ég hefði nokkuð fundið dauðan kött í einhverri ruslatunnu, ég bara hló af þessu og leit á þetta sem grín en þá fór hún að segja mér að hún hefði fundið ólina af kettinum sínum og blóð hliðina á henni, þá leit ég...