“Reynslan hefur sýnt að neytendur kannabisefna láti sér ekki segjast, efnin munu ávallt vera til staðar og er því eina lausnin að lögleiða þau.” Á móti Í mínum augum er þetta engin lausn, heldur uppgjöf. Ef slík rök liggja til grundvallar lögleiðingu kannabisefna, ætti að liggja beinast við að lögleiða einnig sterkari efni, sem gengur álíka illa að fá úr umferð. Mér sýnist þessi röksemdafærsla vera siðlaus og lýsa ábyrgðarleysi gagnvart fórnarlömbum vímuefnaneyslu. Tilraunir með lögleiðingu...