Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Sleepless
Sleepless Notandi frá fornöld 43 ára kvenmaður
936 stig

Re: Kisur og mæður

í Kettir fyrir 16 árum, 7 mánuðum
ok svara seinnt en svara þó…. Ég er að læra sjúkraliða einsog er og þetta er okkur kennt og dreg ég það ekki í efa það sem kennarar segja. En spurðu bara um þetta næst þegar þú ferð til læknis, held að það sé öruggara að spyrja sjálfur heldur en að treysta því sem maður heyrir….

Re: Kisur og mæður

í Kettir fyrir 16 árum, 8 mánuðum
Ólétt kona að umgangast ketti á meðgöngu, ekkert mál. Ólétt kona að þrífa kattasand á meðgöngu, Alveg Bannað! Það geta verið skaðlegir sýklar og bakteríur í kattaskít sem eru skaðlegir fóstum. Sjálf veit ég um hræðilegt dæmi um það….

Re: Kisur og mæður

í Kettir fyrir 16 árum, 8 mánuðum
Ég er að læra sjúkraliðann og þar er okkur kennt að halda dýrum frá börnum fyrsta árið. Og fyrir utan það veit ég sjálf að þetta er satt og rétt. Fyrsta árið er það sem skiptir máli uppá dýra ofnæmi.

Re: scarifiction

í Húðflúr og götun fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Awwww, thank you honey <3 Er akkurat á leiðinni á staffa djamm og skarta líka þessum glæsilega “show off” bol. Þýðir ekkert að vera með svona fína vængi ef maður nýtir ekki kjörin tækifæri til að sýna þá. En allavega meikar þetta kvöldið fyrir mér og takk kærlega fyrir það :o*

Re: Session 4 - Allt komið

í Húðflúr og götun fyrir 17 árum
Já sko ég fékk engin skilaboð um höfnun og ég efa það að meðstjórnendur hafi bara eytt henni, þannig ég ætla að leyfa mér að segja: tæknileg mistök.(?)

Re: Session 4 - Allt komið

í Húðflúr og götun fyrir 17 árum
Reyndar sendi ég slíka mynd inn á sama tíma og þessa grein, veit ekki alveg afhverju hún var ekki birt…

Re: Hvers trúar?

í Tilveran fyrir 17 árum
Ég trúi ekki á biblíuna en á einhvernvegin erfitt með að segja að ég trúi ekki á Guð. Hver getur sagt með fullri vissu hvaða leið liggur til Guðs? Ég kýs að líta svo á málið að öll trúarbrögð séu mismunandi leiðir til að tilbiðja einn og sama guðinn, engin hefur rétt né rangt fyrir sér.

Re: Hver er uppáhaldsliturinn þinn ?

í Tilveran fyrir 17 árum
Ég hefði valið bleikan en varð að velja annað :o(

Re: Flottasta línan? Allir ath. takk!

í Tilveran fyrir 17 árum
Fyrir mér er það “Well behaved women never make history”. Það fyrir mér er alveg heilagur sannleikur enda engin kona í sögubókunum fyrir það eitt og sér að haga sér vel :oþ En ég þetta er líka algjör stelpu lína ;oþ

Re: litalinsur

í Tilveran fyrir 17 árum
Það er líka hægt að fá svona linsur í apótekum.

Re: litalinsur

í Tilveran fyrir 17 árum
Jú það er hægt, var að sjá það í búð sem heitir gleraugað. Kostaði 2 eða 3000 og vory 5 linsupakkar eða eitthvað þannig… Spurði akkurat dömuna um þetta en hún sagði að það þýddi ekkert fyrir mig með svona dökk augu að nota litalinsur :o(

Re: Besti Íslenski bankinn?

í Tilveran fyrir 17 árum
Ég hef verið hjá spron, they srewed me. Ég hef verið hjá Íslandsbanka, í dag Glitnir, they skrewed me. Í dag er ég hjá Kaupþing og er mest sátt. Bara fyrir þá sem ekki vita að þá á Kaupþing líka í Vís þannig það er hægt að gera díl við þá um bankaviðskipti og betri tryggingar því þá er það allt hjá sama fyrirtæki. Allavega er ég að fá afslátt á tryggingum. Var hjá Sjóvá áður með bara bílatryggingar en þegar ég flutti öll bankaviðskipti yfir í Kaupþing þá flutti ég líka allar mínar tryggingar...

Re: Batman

í Húðflúr og götun fyrir 17 árum
OMG OMG OMG I LOVE BATMAN!!!!!!!!!! Soldið sem fæstir vita um mig en ég er Batman frík og hef spáð í því að fá mér Batman merkið einhverstaðar. Alveg sama hvað hver segir þá er þetta geðveikt flott og Batman er ALLTAF töff!

Re: Femenistar

í Tilveran fyrir 17 árum
Synd að það er ekki kennd kurteisi í háskólanum, þér virðist ekki veita af smá kennslu… Ef ég fer með rangt mál þá auðvitað biðst ég afsökunar og dreg það til baka. En það er samt rétt hjá mér að eitthvað stóð til að gera með verkfæði nám í HÍ sem var hrein og klár móðgun við konur. Þannig ekki er ég að fara með alvitlaust mál… Þegar ég heyrði af þessu máli þá var þegar verið var að ræða “jákvæða mismunun” Femís og þá var talað um þetta mál í háskólanum. Þú getur væntanlega staðfest það...

Re: Femenistar

í Tilveran fyrir 17 árum
hvar í ósköpunum held ég því fram að strákar séu betri í raunvísindum en stelpur??

Re: gáfulegra ?

í Tilveran fyrir 17 árum
þegar mamma mín komst að því að ég drykki varð hún fyrst brjál og svo fór hún að pæla í hlutunum. Hún ákvað að hún vildi fara í ríkið fyrir mig en pabbi minn kom í veg fyrir það, sagði henni að þau ættu sko ekki að skaffa mér vín. Þegar ég var svo komin í framhaldsskóla og var á leiðinni á böll þá brást það ekki að þegar ég var að hlaupa út stoppaði mamma mig og rétti mér eina dós af bjór og hvíslaði að mér “ekki segja pabba þínum…” Mér þótti alltaf ótrúlega vænt um það því fyrir mér var...

Re: Femenistar

í Tilveran fyrir 17 árum
Enda áttu aldrei eftir að skilja mig. Þú hefur ekki séð hvað ég hef séð og ekki upplifað það sem ég hef upplifað. En samt leyfirðu þér að miða mig við þig. Segir að ef þú værir í vörn þá hlýt ég að vera í vörn og kannski finnst þér það ekki dónaskapur en það er það í mínum bókum… ég er hvergi að reyna að breyta þínum skoðunum bara spurði að ef ég gæti sýnt þér það sem ég hef séð, mundi það skipta þig máli? En það gerir það greinilega ekki… Ég er að reyna að tala við þig um það sem ég hef...

Re: Femenistar

í Tilveran fyrir 17 árum
Skítið, ég hélt að ég væri líka að hafa skoðun á þessu máli? En það er greinilegt að mín skoðun skiptir engu, þær upplýsingar og mín reynsla skiptir þig engu. Með þessu máttu eiga von á því að ég svari þér ekki aftur hvað þetta mál varðar. Lifðu vel.

Re: Femenistar

í Tilveran fyrir 17 árum
Fyndið, ég er pollróleg, enda búin að eiga þessar umræður við nafntogaðri feminista en þig. og ég sem var að reyna að tala við þig á röksemdarnótunum…. En ef þú ætlar að vera með þann háttin á þessari umræðu að þú getur ákveðið hvort ég sé í vörn eða ekki rétt einsog þú virðist ákveða margt annað fyrir fólk sem kannski vill ekkert að þú hafir með þau mál að segja, þá hef ég bara ekkert meira við þig að segja! Ég hef barist lengi fyrir því að koma minni skoðun á framfæri og tek því bara mjög...

Re: Femenistar

í Tilveran fyrir 17 árum
Ef ég mundi segja þér frá bara einni konu sem var í vændi og hefur haldið fullu sjálfsáliti mundi það kollvarpa þinni kenningu?

Re: Femenistar

í Tilveran fyrir 17 árum
Gott og vel ég skal viðurkenna það að ég las aaaaaaðeins viltaust útúr þessu sem þú skrifaðir hér að ofan. En það er að líta svolítið út fyrir mér að þú gerir lítin sem engan greinarmun á löglegum og ólöglegum kynlífsiðnaði. Eitthvað sem ég sé stóran mun á. Ég get alveg viðurkennt það að það er kynlífsþrælkun til og ljótur heimur sem því fylgir. En ert þú tilbúin til að gangast við því að löglegur iðnaður býður uppá þetta val? Þú velur hvort þú ferð í þennan iðnað alveg eins og þú velur...

Re: Femenistar

í Tilveran fyrir 17 árum
hérna gengur þú sjálf útfrá því að allar eða flestar konur í vændi séu þar vegna eymd og volæðis sem er alveg jafn slæm alhæfing og að segja að kallin sé heilbrigður í sinni afstöðu sem þú lýsir…

Re: Femenistar

í Tilveran fyrir 17 árum
Að svo stöddu er ég ekki að finna neinar heimildir um þessa jákvæðu mismunun sem ég nefndi, ætli maður endi ekki á því að hringja uppí háskóla til að spyrjast fyrir en það væri þrátt fyrir það engar heimildir sem ég gæti bent þér á en bara staðfest ef svo fer. Sjæalf var ég misnotuð í æsku og ekki fór ég útí stripp til að “refsa” mér. En hver hefur rétt á því að ákveða að það sem þeim finnst vera persónulega rangt eigi að vera bannað? Áðuren þú ferð að setja þig á háan hest athugaðu hversu...

Re: Femenistar

í Tilveran fyrir 17 árum
Nú er ég kvennmaður og jafnvel þó að það standi í undirskriftinni minni að ég sé feministi vil ég ekki kenna mig við þann feminisma sem er í gangi hér á landi. Ég hef kynnt mér hin ýmsa feminisma sem er í gangi í heiminum og sá feminismi sem þekkist hér á landi mundi vera “Radical feminism” sjáf flokka ég mig sem “Pro-Sex feminista”. Ég er frjáslynd að eðlisfari og finnst það hreinlega ekki í lagi að hópur kvenna taki sig saman og ákveði hvað aðrar konur megi og hvað ekki. Ég viðurkenni það...

Re: ÉG HATA FORELDRA MÍNA!!!

í Tilveran fyrir 17 árum
Svona einsog orðið “ást”?
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok