Nokkrar athugasemdir við þennan þráð. >Í Java er hlut (Object) hent við lok hverrar blokkar sem aðgang hefur í hlutinn… Ef þú ert að tala um blokk í java skilningi (milli tveggja slaufusviga) þá er þetta ekki rétt. Hlutum er einungis hent úr minni af ruslasöfnunarþræði ef engin tilvísun finnst í hlutinn. Ruslasöfnunarþræðir keyra að jafnaði einungis ef að minnishaugar eru fullir. Þ.a. ef þú tiltekur lágmarksstærð 512mb af minni þegar þú ræsir java forrit (-Xs512m), en notar hámark 20mb, þá...