Upphaf stofnunar Golfklúbbs Borgarness má rekja til 26. nóvember 1971, en þá hittust á fundi í samkomuhúsinu í Borgarnesi nokkrir áhugamenn um golf og kusu undirbúnings nefnd til stofnunar golfklúbss. Í nefndina voru kosnir Gísli Kjartansson, Albert Þorkelsson og Örlygur Ívarsson. Nefnd þessi ritaði Borgarneshreppi bréf í desember 1971 og óskaði eftir landi undir golfvöll að Hamri. Þegar jákvætt svar hafði borist frá Borgarneshreppi, var hinn 21. september 1972 boðað til fundar að Hótel...