Andardrátturinn þyngdist með hverju andartakinu sem leið. Nú fyrst fann hann fyrir stressi. Af hverju, hugsaði Steingrímur með sér. Fólki á móti hafði bara gert honum illt. Það hafði hunsað hann í mörg ár, eina sem hann vildi gera var að vera góður nágranni. Honum fannst minnistæðasta móðgunin þegar hann bauð Bjarna og Lilju og litla barninu þeirra í kvöldmat fyrir rétt um tveim mánuðum. Hann fékk ekki einungis neitun, heldur lét Bjarni svívirðingarnar dynja yfir hann. Það fannst honum ekki...