Það sem maður gerir í dag, er oft ekki það sem maður lagði af stað með. Þegar ég var ungur stráklingur vissi ég í raun og veru ekkert um lífið, hvað mig langaði, hvað ég ætti að gera eða hvað myndi verða um mig. Æskan mín er hálfgerðu móki, man að ég hugsaði mikið, var mikið að búa til sögur og ímynda mér hitt og þetta. Hvernig líf mitt væri ef ég væri ríkur, hvernig það væri ef ég væri öðruvísi, hvernig líf mitt væri ef foreldrar mínir létust. Já, hugur minn flaug um víð og dreif þegar ég...