Kotasæla er mjólkurafurð og er meginuppistaða hennar ystingur sem er búið er að pressa mestu mysuna úr. Hann er ekki látinn eldast eða þroskast eins og gert er þegar hefðbundnir ostar eru búnir til, kotasæla er því bragðlítil og mjólkurlituð. Fituinnihald hennar fer eftir magni fitu í þeirri mjólk er ystingurinn er unnin úr og er hún oft seld bragðbætt t.d. með ananas eða hvítlauk. Kotasælan er að jafnaði með mjög lágt fitu- og kolvetnisinnihald, en hátt hlutfall prótíns.