Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Albert

í Smásögur fyrir 13 árum, 11 mánuðum
Æi, ég svaraði óvart sjálfum mér þegar ég ætlaði að svara þér. Líttu niður :) ||| ||| ||| \|||/ \|/ ^

Re: Albert

í Smásögur fyrir 13 árum, 11 mánuðum
Vissulega er brýnt að gera sér grein fyrir reglum og/eða viðmiðum sem fylgja kvæðagerð. Það þætti jú góð hugmynd að fara eftir AABBCC í svo löngum setningum en tilraunir einskorðast ekki alltaf við það þýðingarmesta. Ég þakka aftur á móti nytsamar ábendingar. :)

Re: Albert

í Smásögur fyrir 13 árum, 11 mánuðum
takk fyrir það :) Ég mæli með “Paging Dr. Seuss”. (Man ekki nákvæmlega hvar ég fann þetta svo að ,google-a' bara!)

Re: Grandalausi Akureyringurinn

í Sorp fyrir 14 árum, 3 mánuðum
Really? Þetta er ekki einu sinni heil A4 blaðsíða í word. Ojæja.

Re: Hjartasár (sönn saga)

í Smásögur fyrir 14 árum, 4 mánuðum
Hmm.. Þetta er óneitanlega merkilegt og heillandi, á sinn hátt, sem frásögn. Málfar er einkar skemmtilegt og viðeigandi. Aftur á móti get ég ekki ýtt þeirri hugsun frá mér að svona lagað myndi njóta sín svo mikið betur í ljóðrænum stíl. Leyf mér að rökstyðja: Hann var allt sem ég vildi, sá eini sem ég vildi. Ég gat setið og talað við hann endalaust um allt og ekkert, og hann hló ekki að vitleysunni í mér né gerði grín að mér ef ég sagði eitthvað kjánalegt. Í þessu textabroti örlar á kommum....

Re: Svenni, Benni og pabbi þeirra Jenni 1. Partur

í Smásögur fyrir 14 árum, 6 mánuðum
Mjög svo skemmtileg frásögn sem kom skemmtilega á óvart. Uppbyggingin er vel sniðin inn í söguna. Æðisleg hugmynd og mjög svo skemmtileg útfærsla á þessari gerð sagna. Ritvillur mátti sjá á stöku stað og hefði ég verið mun ánægðari með að lesa smásöguna villuminni. Frábært að lesa þetta frá þér. Ekki hafa áhyggjur af endinum.

Re: Byrjunin 1. kafli

í Smásögur fyrir 14 árum, 6 mánuðum
Jafn frábær og sagan er þá er stafsetningin auk uppsetningarinnar hræðileg. Þessi saga kemur því út á sléttu hjá mér sökum þessa. Ég er að koma auga á villur á borð við: Gul [sólin] var að setjast… Hér vantar hreinlega orð (geri ég ráð fyrir). Við komum í Breiðholtið… Breiðholtið er sérnafn og því ritað með stórum staf. Ég vona að ég sé ekki að draga úr vilja þínum á nokkurn hátt til þess að skrifa sögur. Ég vil einungis hvetja þig til þess að bæta þig.

Re: Sorgin

í Smásögur fyrir 14 árum, 7 mánuðum
Þessi saga er vel unnin að ýmsu leiti. Hinsvegar skaltu forðast óþægilegar setningar eins og þessa: …hitinn frá logandi brakinu hitaði mér á meðan ég lá þungt hugsi…Prófaðu að lesa hana upphátt. Prófaðu því næst að lesa þessa upphátt: …hitinn frá logandi brakinu yljaði mér á meðan ég lá þungt hugsi…Þetta er alls ekki rangt í sjálfu sér en mér finnst þetta ekki fallegt. Endurtekningin á “hita” kemur ekki vel út að mínu mati. Þessi saga kemur manni til þess að hugsa. Hraðakstur er mjög...

Re: I am in a mind flow

í Smásögur fyrir 14 árum, 7 mánuðum
Ég er nokkuð viss um að ég hafi ekki vistað skjalið mitt þegar ég fór yfir villur í því áður. Þetta afrit af textanum inniheldur tvær villur (sem ég sé a.m.k.) og eina setningu sem pirrar mig lítillega. Even If -þar sem I er með stórum staf í If…averter?. - þar sem punktur fylgir spurningarmerkiog síðast er setningin sem pirrar mig: Some things present the fact that I - sem ég hefði frekar vilja orða: “There are numerous things that present the fact that I …”

Re: Saga, kafli 1-3 (á eftir að finna nafn)

í Smásögur fyrir 14 árum, 7 mánuðum
Æi, þetta er nú bara það að ég er óttalega mikill málfræðinasisti inn við beinið. :D Þetta pirrar mig ósegjanlega en það þarf ekki að vera að það pirri aðra. Hinsvegar vil ég ekki viðurkenna þessa orðmynd sem æskilega málþróun og því kýs ég að gera eftirfarandi athugasemd: Frumtexti:Tanja Lind Bjarkadóttir. Ég frosnaði. Ó, nei ég hafði engan áhuga……..yfir í Tanja Lind Bjarkadóttir. Ég fraus. Ó, nei ég hafði engan áhuga……..

Re: Samúðarkveðjur

í Forsíða (gamla) fyrir 14 árum, 7 mánuðum
Synd að sjá eftir mönnum sem fara ungir. Hann var jafngamall og systir mín.

Re: Saga ( á eftir að finna nafn) 1 - 5 kafli

í Smásögur fyrir 14 árum, 7 mánuðum
Hvert einasta ferðalag byrjar á fyrsta skrefinu og heldur áfram á því næsta. Ég tók eftir því að nú klýfur þú textann þinn niður í hæfilega rökrétta búta sem gerir hann mun auðlesanlegri. Sagan heldur sínu striki sem og takturinn í henni. Aftur á móti er söguþráðurinn ekki raunsæislega trúverðugur, eins og langflestir söguþræðir eru hvort eð er, þannig að ég get aðeins horft á þetta sem draumóraskáldsögu. Hluti af þessu felst í því hve hratt sagan keyrir sjálfa sig áfram. Það hryggir mig að...

Re: Saga, kafli 1-3 (á eftir að finna nafn)

í Smásögur fyrir 14 árum, 7 mánuðum
Mér finnst erfitt að dæma söguþráðinn að svo stöddu en finnst mér hann standa kyrfilega miðað við að þetta séu fyrstu þrír kaflarnir. Takturinn í honum er samt með þeim hætti að stefnan tók of harðan kipp í byrjun. Gildi sögunnar er ágætt. Ég vil fá að lesa meira af þessari! :-) Lýsingar á völdum persónum fundust mér góðar. Umhverfislýsingarnar voru samt það ófullnægjandi að öll sagan átti sér stað í grunnskólanum mínum þegar ég ímyndaði mér söguna á meðan ég las. Á þessum tímapunkti skiptir...

Re: Millinöfn

í Tilveran fyrir 14 árum, 7 mánuðum
Því er nefninlega þveröfugt farið. Ég var aldrei kallaður mínu fyrra nafni fyrr en ég byrjaði í framhaldsskólanum og það hefur fest sig meira í sessi heldur en ég kærði mig um. Ég var of seinn að biðja fólk um að hætta þessu og er ég hræddur um að ég er betur þekktur núna sem ********* heldur en Sævar og kann ég bara mjög illa við það. Kannski mótaðist þessi skoðun sökum þess að ég aðhyllist harðmæltan norðlenskan framburð (á fremur óhollan og staðfastann máta). Þar sem linmælgi hefur færst...

Re: Vóóóóóhóóóóó

í Tilveran fyrir 14 árum, 7 mánuðum
Ahh ok. Þú veist hvernig þetta er þegar maður getur ekki heyrt í manneskjunni eða þá talað við hana beint. Maður þarf oft að gera ráð fyrir einhverju þegar maður er ekki viss; og mér fannst þetta líta út fyrir að vera afsökun.

Re: Millinöfn

í Tilveran fyrir 14 árum, 7 mánuðum
Sjálfum finnst mér fyrra nafnið mitt svo ógeðfellt og ljótt að ég nota einungis styttingu á því sem líkist því ekkert eða þá að ég geng undir millinafninu mínu; Sævar.

Re: Vóóóóóhóóóóó

í Tilveran fyrir 14 árum, 7 mánuðum
Haha, hafðu engar áhyggjur. Ekki eins og maður hafi gert furðulega hluti sjálfur. Mín ráðlegging er; ekki afsaka hluti, sýndu öðrum að þú njótir þeirra. :D Bætt við 6. apríl 2010 - 01:32 Þetta komment mitt átti líka bara að vera létt grín lesið með überhappy auglýsingarödd :D

Re: Vóóóóóhóóóóó

í Tilveran fyrir 14 árum, 7 mánuðum
Hví að vera á netinu fullur þegar að þú getur gert svo marga spennandi hluti þegar þú ert undir áhrifum áfengis. Hér koma nokkrar góðar hugmyndir því eins og alltaf þá er oft betra að hreyfa sig eða sinna öðrum áhugamálum heldur en að sitja fyrir framan tölvuskjá. 1. Það getur verið skemmtilega krefjandi að spila á píanó þegar þú ert ölvaður. Treystu mér, ég hef prufað það og það kemur skemmtilega á óvart hversu gaman það er. 2. Hver kannast ekki við það hve litlu maður þorir í þeirri...

Re: við þekkjum öll skrýtið fólk.

í Tilveran fyrir 14 árum, 8 mánuðum
Gráðaostapizza með skyri og þeyttum rjóma, borðað ásamt brauði með hangikjöti og Fanta lemon.

Re: Gróa - Smásögukeppni

í Smásögur fyrir 14 árum, 8 mánuðum
Mér finnst þetta afar gott dæmi um slúður og kjaftagang almennt. Hver kannast ekki við það að segja ef til vill, “já ég fór í bíó í gær mahr” og síðan eftir smástund fær maður spurningu frá öðrum aðila; “síðan hvenær spilar þú keilu?”. Ég ætla að gera ráð fyrir að þú skýrðir söguna Gróa sökum þess að bera má það saman við orðið: Gróusaga [flökkusaga]. Það tel ég snjallt.

Re: *Smásagnakeppni* - Gulir armar eldsins

í Smásögur fyrir 14 árum, 8 mánuðum
Þessum teksta má hrósa töluvert fyrir nákvæmni og orðalag. Ég sá að vísu endinn fyrir (skáletraði textinn hjálpaði) en það er ekkert endilega sjálfgefið. Ég skemmti mér vel við lestur tekstans þar sem að hann gerir manni auðvelt að sjá fyrir sér atburðinn sem um ræðir. Sjálfur veit ég að það er nú ekkert þægilegt í það minnsta að vakna með lungun full af reyk og horfa síðan á hvernig gluggar springa og hliðarveggir falla saman í manns eigin húsi.

Re: *smásagnakeppni* Ís og eldur

í Smásögur fyrir 14 árum, 8 mánuðum
Skemmtilegt að lesa svona lagað þegar að Fimmvörðuhálsinn er á fullu. Mér fannst lýsingin góð og tókst henni oft að fá mig til að efast þar til í lokin. Þú manngerir hluti á frábæran hátt.

Re: *Smásagnakeppni* Veika

í Smásögur fyrir 14 árum, 8 mánuðum
Pehh, maður kannast nú við þau mistök sjálfur :D ::::En svo að hún dó ekki? Þá hef ég mislesið söguna frekar mikið. Ég tók skilaboðin frá fjölskyldunni sem leynd, þ.e. þau voru að leyna henni hvað væri í rauninni að. Ég upplifði þetta sem svo: foreldrar leyna henni, negla henni í svæfingu (að hún hélt) en voru í rauninni að svæfa hana þannig að hún dæi í friði. Frekar langsótt eftir á að hyggja en… whatever :S

Re: *Smásagnakeppni* Snjókoman

í Smásögur fyrir 14 árum, 8 mánuðum
Skemmtileg saga sem inniheldur líklegar aðstæður uppfullar af innilokunarkennd, fjarbyggðarhættu og tilgang. Það er ekki að ástæðulausu sem hægt er að lýsa margskonar mismunandi siðferðislegum ólíkindum með snjó þar sem að það er svo alstatt og yfirgengilegt afl. Vatn er svoleiðis yfirhöfuð. Ég hefði þó verið til í að sjá örlítið færri ritvillur (en hey, hver er ég að krefjast þess anyway?). Æðislegur lestur :D

Re: *Smásagnakeppni* Afbökun

í Smásögur fyrir 14 árum, 8 mánuðum
Gott að geta komið fólki á óvart, vonandi naust þú lestursins :-) Bætt við 18. mars 2010 - 18:46 Takk fyrir kommentið btw.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok