Kannski er betra að ég kynni mig áður en áfram er haldið. Ég heiti Ragnar og ég eyði öllum mínum stundum í að gera ekki neitt. Ég er ekki í skóla, ekki í vinnu, ekki neitt. Ég vakna á morgnanna, fæ mér að borða og hugsa bara allan daginn. Stundum fer í út að hugsa. Það er gott. Ég finn hvernig loftið streymir um mig eins og andar veraldarinnar. Stundum fylgist ég með fólki á gangi mínum og einnig ef ég skrepp á kaffihús. Ég panta samt aldrei neitt. Ég ímynda mér hvað fólk er að hugsa, reyni...