það var kvöld, Harrý Rögvalds einkaspæjari sat einn á skrifstofu sinni með fæturnar uppá borði. ÞEtta var töluverð þraut þar sem Harrý átti engann skrifborðsstól, heldur varð hann að sitja á gólfinu Harrý: Ég verð að fara leysa stólinn út það er svo óþægilegt að sitja svona á gólfinu með fæturnar uppá borði Neonljósaskiltið á húsinu við hliðná hefði varpað draugalegri birtu innum gluggann á hálf rökkvaðri skrifstofunni, ef skrifstofann hefði verið með glugga, en svo var ekki.