Ég rölti, eins og tíðkast hjá mörgum, niðri í nexus um daginn og það greip mig einn sölumaður og benti mér á þetta “nýja” kerfi. WOD.. nýtt og betrumbætt. Hann fór í gegnum allar breytingarnar og ég féll alveg fyrir þeim. Keypti síðan bókina fyrir þetta frábæra verð (rúmlega 2000 kall). Nú er ég búin að lesa þessa bók fram og til baka og líst bara nokkuð vel á. Kerfið hefur hreinna og einfaldara. Auðveldara að vinna með það. Karakter sköpun gerð þægileg og meðfærileg, auðvelt er að búa til...