Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Kona dauðans (2 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Dauðinn og ég við vorum vinir ferðuðumst um lendurnar eins og maður og hans skuggi svo tók að rökkva og skyggja á vinskapin. Nú sit ég hér ein og býð mér færi í ruggustól með sjal innan um eld og brennistein heitt og notalegt annað en þessar snjáðu heiðar og votu grafir sem hann skilur eftir sig. Og nú vona ég að hann komi heim kyssi mig á kinnina eftir gott dagsverk og ég býð og ég býð notalegt í myrku koti og ég býð kannski að eilífu með beiskan kutan harðan í hendinni. Og þegar hann...

Teflt við Guð (1 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Hér sit ég grár og einbeittur og starist í augu við heiminn við höfum sitið hérna svo lengi að ég man ekki lengur af hverju af hverju ég starist í augu við heiminn. Einbeittar og þráar tvær grámyglur engin lætur undan hvasst augnaráð eins og eldingar eða pílur endalaust skjótist í augu mér en ég deppla varla auga og ég læt ekki á neinu bera ég hefði heldur lifað lífinu en hér sit ég og starist í augu við heiminn. Svo þenur hann sig og heldur að ég sé of gamall of særður ofur lítið hrærður en...

Dauðakrampinn (3 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Eins og þúsundir sírena öskri hver í kapp við aðra eða milljónir vetnissprengjur spryngi á sama stað. Við heyrum ekki lengur óhljóðin hræðumst ekki lengur lætin og ég sit og læt mig tælast dáleiðast af þessum sírenum í fjarska sem æða um öskrandi og æsandi upp veraldarskaran með berum brjóstum og loforði um líf eftir dauðan. Og þær syngja um dauðalífið þar sem allir eru heyrnalausir mállausir, allslausir en hamingjusamir og ef maður dregur það í efa þá stinga þær mann á hol og þá endasendist...

Bréf til vinar (2 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Stóra tré lífsins og lima - hví riðlumst við á þér með þvílíkri hörku að blöðin verða svört og greinarnar gular? Stóra lífsins tré - hvers vegna nærirðu okkur ennþá sem hömumst á rótum þínum með tönnum og tólum? Stóra tré vonar og vilja hví elskarðu okkur nóg til að vernda okkur frá vakúminu - ef þú hverfur á braut eigum við ekkert eftir. Stóri Askur láttu ekki eiturnöðrur og illmenni stjórna þér - við viljum ekki að blöðin falli og deyji - svört blöð eru betri en engin blöð. Og þau eru það...

Einsemdin (0 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Hrá eymdin í maganum æli upp hatri og volæði úr garnagaulinu heyrist uppgjöf fjöll einsemdarinnar eru eyðileg eyðimörk - hráslagaleg og köld Þangað var okkur hent fáar sálir á ferð horfast aldrei í augu talast aldrei við snertast aldrei mannlegi þráðurinn veikist og slitnar og hvar sem við leitum finnum við hann hvergi vonleysið verður til úr einsemdinni hungrið eftir snertingu ergir og æfir og það eina sem við heyrum er garnagaulið.

Hrægammurinn (9 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Það fer um mig dauðahrollur og ég hoki yfir lífinu eins og hrægammur yfir líki. Lífsins tré stendur á bak við okkur á meðan við endasendumst upp hæðina eins og Sisyfos með steininn. Og þú - það geislar af þér lífsgleðin - eins og andfíla á morgnanna. En bara fyrir þig þá sest ég í tréið og horfi á meðan aðrir endasendast með sinn stein upp og niður. Upp og niður. Upp og svo rúllar hann alltaf aftur niður. Og þú situr við hlið mér á grein sem er svo lítil að það er nánast kraftaverk að hún...

101 Reykjavík (8 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Sá 101 Reykjavík í litlu bíóhúsi hérna í Svíþjóð í kvöld. Ég sat þarna umkringd þó nokkuð mörgum Svíjum og var sú eins sem hló á þó nokkuð mörgum stöðum - og ég hugsaði með mér að ég hef ekki séð betri íslenska mynd í langan tíma - ef þá nokkurn tíma. Það var nánast útilokað að þýða (texta) myndina - þýðandinn hefur ekki átt auðvelt verk og mikið var einfaldlega ekki hægt að útskýra í stuttum texta - en þannig er það með það. Mér fannst alla vega eins og ég yrði að tjá mig örlítið um þessa...

Visin rós (3 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Ég man þú talaðir til mín eins og ég væri lítið barn – litla barn í vöggu grætur –tárum bláum – gráum. Og þú vaggaðir mér í svefn, mér þótti það svo gott. Þú sagðir alltaf að ég væri blómarós – rósaljós – ljós á rós – en ég vissi alltaf að hún væri blóðrauð – dökkrauð – dauð. Þú kastaðir á hana ljósi sem gerði hana að blómi – nýju – lifandi, lofandi, falleg og ég vissi að hún væri í raun vissnuð, köld og dauð. Þú sást það aldrei – sem betur fer – því þá hefði hulunni verið lift og allir...

Áköllun (2 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Eins og djöfull sem sækir að mér - æpir - “Sæl nú! Sæl nú!” eða dreki sem flýgur að mér og spýr eldi og eimyrju en svo verða þeir að fuglum sem syngja um lítil tré og stór fjöll og ég gleymi mér þangað til ég sé á öxlum mínum púka og engill og þeir rífast reyna að sannfæra mig “hoppaðu” “nei hoppaðu ekki” “strídd'onum” “nei strídd'onum ekki” og ég hlæ og bægi þeim frá mér og þeir fljúga á braut og ég heyri söngin ennþá um lítil tré og stór fjöll.

Áköllun (1 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Áköllun í hljóði kallað í svefni hrævareldar og sauðskinnsskór og vaknaði svo með óum. Ísinn bræddur eldurinn kæfður og börnin fæðast í glösum það stendur skrifað að maðurinn hræðist ekkert á þessari jörðu en hrædd og sár hlaupa þau nakin þegar eldurinn vaknar og draumurinn verður að martröð. Áköllun í ópi hrópað i svefni vinnumenn og vökukonur og vaknaðu svo bara með hljóðum.

Móðurmorðið (0 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Það heyrðist stundum dag og nótt snökktið og gráturinn þegar aðrir sváfu rótt Hún reyndi eins og hún gat að gleyma en næsta dag hún það aftur fékk að reyna. Illt afl af illu kemur hopa aldrei - hvernig sem hann lemur. Litlu börnin í skoti hrærðust hennar limir hvergi bærðust og ópin hljóðnuðu, snökktið hætti þau reyndu eftir megin og mætti en limir hennar bærðust ei meir að lokum komu þjónar tveir í krafti reglu og laga þetta var sorgleg saga. Seinna um bæinn sögurnar fóru um sonin sem hafði...

Vitund í skugga (0 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Ég hef aldrei öskrað svo hátt í hljóði ég hef aldrei heyrt hjarta mitt hljóðna ég hef aldrei lifað, aldrei lofað. Öskur í djúpi djúpt inn í skugga skugga sálar sem sefur. Raddir í myrkri myrkrið svo hlýtt svo mjúkt eins og vitund mín. Svo hljóðnar allt og ég rek út öskrin, hljóðin og raddirnar svo að vitundin fái frið til að lifa.

Öskur (2 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Öskur í djúpi djúpt inn í skugga sálar og ég öskra en ekki hátt ekki svo þú heyrir aldrei svo þú heyrir skugginn læðist yfir hægt þegar sólin sest og ég býð eftir öskrunum ég býð eftir röddunum sem tala í skugganum en þú heyrir aldrei.

Hugarheimur (1 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Sogaðist inn í hugarheiminn þar er gróðurinn blár og sólin græn mánin úr gulli og myrkrið úr ull þú reynir að bíta í það en það bragðast eins og súrt epli vatnið rennur upp í móti en þar sem þú flýgur fram hjá skiptir það þig engu máli og ég sogast að þér eins og segull að járni eða þá ertu annars segull þá kemst ég aldrei nálægt aldrei aldrei aldrei bara hryngsólast um þig eins og nú og þegar þú ýtir mér frá þér endasendist ég í annan heim veruleikaheim þar sem myrkrið bragðast ekki eins og...

Tjörnin (1 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Tunglið hékk uppi eins og gullkúla hrátt og gult, lýsti upp veginn kaldur stígurinn og ísilagður ég var ein á ferð. Lítil tjörn skaut upp kollinum frosin eins og tíminn köld eins og sálin hörð eins og heimurinn ég horfði á þessa hráslagalegu sýn eins og dáleidd, svefngengill. Svo settist lítill fugl á tjörnina og allt varð vinalegt og mjúkt snjórinn eins og dúnsæng ísinn eins og silki og tunglið brosti til mín ég gekk áfram óhrædd vakandi.

Söknuður - Óður til Íslands (0 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Fjöllin, eins og ég hafi séð þau í gær, en samt er of langt síðan þau skilja eftir sig stórt tóm risastórt svart tóm og hér vill maður bara lyfta sér yfir tréin fljúga. En ég kann ekki að fljúga þá eru bara draumarnir eftir og í þeim flýg ég yfir jökla og fjöll endasendist ofaní dali og skoða fallega fossa kyssi þig svo á kynnina rétt áður en ég vakna.

Ráðvilla (1 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Það voru endur á tjörninni þennan dag tjörnin var frosin bara smá blettur fyrir þær að synda á sitja á lítil börn gáfu þeim brauð og sólin skein eins og ekkert hefði í skorist en það voru tár á kinn og blóð rann úr sári þú varst svo ráðviltur annað en endurnar sem voru svo friðsælar á tjörninni.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok