Átakanlegt - ég fékk næstum tár í augun með litla stráknum - tilfinningin að maður skilur ekki af hverju móðirinn er alltaf reið og örg kemst vel til skila! Ef ég ætti að segja eitthvað þá finnst mér hugmyndin á bak við af hverju hann spyr hvort þau þurfi nokkuð að stela núna svolítið langsótt frá atvikinu fyrr um daginn - en að mörgu leiti nokkuð gott þar sem hugsanir barns eru óútreiknanlegar! :) Skemmtileg lesning!
Einar Kára hefur lengi verið í uppáhaldi hjá mér! Gaman að heyra svona álit (erfitt að heyra nokkurn skapaðan hlut um íslenskar bækur þegar maður er ekki heima á skeri!:))
Ég lærði að hluta til að meta ljóð í grunnskólanum, ja það voru þrír þættir í því amma mín, grunnskólinn og kennari í FÁ … amk höfðum við þó nokkuð mikla og góða ljóðakennslu! :)
Já ég skil vandamálið - finnst í rauninni lausnin alveg ágæt bara eitthvað sem mætti hugsa um … orðið skilur jú eftir þá þögn sem þú reynir að tákna svo endirnum er náð…:)
Vel gert finnst mér. kemur vel út að hluti af ljóðinu er “sagður” og hinn hlutin er ja hugsun geri ég ráð fyrir .. amk texti…bara spurning hvar orðið “þögn” á heima í “talinu”. Ljóðið skilur eftir sig sterka tilfinningu!
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..