Frábært. Ég var sérstaklega hrifin af byrjuninni með hápunkt í útskornu skuggunum. Hins vegar fannst mér örlítið, örlítið dala í lokin. Ekki þar með sagt að mér þætti endirinn slakur - mér fannst ljóðið í heild mjög gott. Hefði verið gaman að sjá hvað þú varst að leika með… valið að það stendur “nótt” í byrjun en “nóttin” í lokin - reyndirðu einhvern tíma nóttin á báðum stöðum? Las þetta yfir nokkrum sinnum. Með betri ljóðum ég hef lesið í þó nokkurn tíma!