Ég man þú talaðir til mín eins og ég væri lítið barn – litla barn í vöggu grætur –tárum bláum – gráum. Og þú vaggaðir mér í svefn, mér þótti það svo gott. Þú sagðir alltaf að ég væri blómarós – rósaljós – ljós á rós – en ég vissi alltaf að hún væri blóðrauð – dökkrauð – dauð. Þú kastaðir á hana ljósi sem gerði hana að blómi – nýju – lifandi, lofandi, falleg og ég vissi að hún væri í raun vissnuð, köld og dauð. Þú sást það aldrei – sem betur fer – því þá hefði hulunni verið lift og allir...