Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Kafka on the Shore (0 álit)

í Bækur fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Kafka on the Shore eftir japanska höfundinn Haruki Murakami kom nýlega út á ensku. Þeir sem þekkja höfundinn vita að þegar kemur að bókum hans þá er við öllu að búast. Þessi saga er ein af þeim merkilegri sem hann hefur skrifað að mínu mati og tekur lesandann á ferð með hinum 15 ára Kafka sem hefur flúið að heiman og með Nakata sem er merkilegur einstæðingur og einfaldingur. Eins og endranær er heimur Murakami flókin og margslungin. Maður dvelur á mörkum draums og veruleika eða handan heims...

Veruleikaflótti (2 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Ég heyri andardráttinn í golunni hvísla í eyra mér. Finn hvernig hendur vindsins fara um mig eins og ljúfur elskhugi. Ég læt mig falla í faðm hans hann ber mig á vængjum sínum til síns heima. Loftkastali, bláar rósir og von. Ég heyri andardráttinn í golunni hvíslað í eyra mér ”röðin er komin að þér”.

Eilífð (0 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Öldur sem í tímans rás hafa velkst um borist á land og skolast út aftur handan sjóndeildarhrings eilífðar bárur sem sýna ummerki aldanna breytingar, baráttur, bænir allt skrifað í sandinn sokkið kalt frosið í hvítan ísinn andlit með bláar varir og djúp augu starir út í kuldann tímalaust bráðnar í höndum Heljar endalaus reiði særðrar konu sem var kastað niður í djúp reiðinnar blá og marin sleppur úr fangelsinu frelsuð.

Einangrun (4 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Hljóðnaðu haf svo ég heyri öskrin úr iðrum jarðar þau kæfast kveinin og köllin í róandi hljómlist frá þér. Farðu til fjandans frelsi sem tætti mig upp og tærði finndu þér fórnir að handann því hugur minn ekkert fer. Jörðin skelfur og nötrar djúp mín kalla á þig ég heyri ekki í vindinum lengur heyri ekki hrópið frá þér. Þú hlustar svo sjaldan á hjalið skilur varla mitt mál verndar einungis barnið sem bærist í minni sál. Vandaðu kveðjuna vinur veðjandi bið ég nú þig orð sem er hvíslað í veðrið...

Öðruvísi höfundur...Murakami (7 álit)

í Bækur fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Fyrir nokkrum árum var mér bent á bók eftir Japanskan höfund sem heitir ‘Hardboiled Wonderland and the End of the World’. Ég keypti bókina og hafði hana uppi í hillu án þess að lesa hana í þó nokkuð langan tíma en svo einn góðan veðurdag var máltíð komin. Það var þá sem ég uppgötvaði Haruki Murakami, síðan hef ég lesið allar hans bækur sem hafa verið gefnar út á ensku og get ekki fengið nóg. Hann hefur svo þægilega hrynjandi í bókunum sínum, hann gefur sér tíma til að líta við öðru hvoru og...

Bergmál (4 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum
Ég heyrði óhljóð eins og endalaust óp úr víti haturs öskur og volæði. Ég komst að því seint um síðir að þetta var bara hljóðið frá skósólunum þínum þegar þú gekkst á braut. Ég legg við hlustir en bergmálið virðist koma frá mínu eigin hjarta.

Kertið (0 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Kertið stendur á borðinu eitt og yfirgefið login hreifist varla en ljósið lýsir upp myrkrið í kringum mig eins og orðin frá þér …ég elska þig.

Kyrrð (1 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Ég svaf svo vel í sólinni undir trjánum með bókina á maganum. Lítill grænn froskur hoppaði við húsvegginn eins og mús á leið heim skýin liðuðust hægt yfir himinninn og flugurnar suðuðu allt um kring sumar í leit að blóði aðrar í leit að blómum ein stakk mig í fótinn hún saug og saug en ég vaknaði ekki hún tók lífs míns vökva og flaug á braut. Ég svaf svo vel í sólinni undir trjánum bókin hafði dottið í grasið og sólin færst til á himninum froskurinn var hvergi sjáanlegur kyrrð. Ég klóraði...

Kyrrð (0 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Ég svaf svo vel í sólinni undir trjánum með bókina á maganum. Lítill grænn froskur hoppaði við húsvegginn eins og mús á leið heim skýin liðuðust hægt yfir himininn og flugurnar suðuðu allt um kring sumar í leit að blóði aðrar í leit að blómum ein stakk mig í fótinn hún saug og saug en ég vaknaði ekki hún tók lífs míns vökva og flaug á braut. Ég svaf svo vel í sólinni undir trjánum bókin hafði dottið í grasið og sólin færst til á himnum froskurinn var hvergi sjáanlegur kyrrð. Ég klóraði mér í fætinum.

Blóðrauður himinn (0 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Rauður himininn eins og blóðið hafi runnið svo lengi svo lengi og við heyrum ekki öskrin úr helvíti en vitum að þau eru þarna - sjáum ángistina í blóðrauðum himninum sem reynir að segja okkur söguna af sálunum sem féllu en við viljum ekkert heyra viljum ekkert sjá - fitjum bara upp á nefið og hröðum okkur áfram eftir endalausum hraðbrautum lífs okkar. Hraðbrautum lífs sem við lifum á sekúndubroti og deyjum svo til að verða eitt með þessum blóðrauða himni. Þessum blóðrauða himni sem þykir svo...

Augnablik (0 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Augnablik milli ljós og skugga augu hans glitra í myrkrinu eins og glirnur í ketti og ég er hrædd ó svo hrædd. Augnablik horfir hann á mig eins og til að leggja á minnið allt sem hann sér svo breytist ásjóna hans snögglega og hratt. Augnablik í dögun kattslíkar hreyfingarnar heilla mig og tæla ég er hans hann er minn ó en sú armæða. Augnablik næturhimininn svo tær stjörnurnar segja söguna um álögin sem á okkur voru sett hann köttur að nóttu ég dúfa að degi ó en sú mæða. Augnablik í...

Kramið hjarta (2 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Hjartað kramið undir þunga hugsana hugsana sem eiga hvergi heima kramið undir þúsund tonnum af áhyggjum áhyggjum sem verða aldrei að raunveruleika hjartað kramið undir miljón tonn af raunveruleika raunveruleika sem ég get ekki flýtt frá raunveruleika sem ég get varla stýrt raunveruleika sem er þyngri en rúmið sem umlykur hann raunveruleika sem ég ræð ekkert við. Og hugsanirnar flýja í allar áttir ég vil ekki vita af þeim svo ég sef og læt mig dreyma það styrkir kramið hjarta.

Draumur (0 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Draumur eins og draumur um nóttu komstu eins og ljós í myrkri eins og plástur á sár og ég dansa í dögginni dansa í myrkrinu þarf ekkert ljós þarf enga næringu rifin upp með rótum og nú dansa ég og dansa meðal drísildjöfla og fallinna meyja og ég flýt um flýt um í geymi gnægtar og alsælu draumur um þig sem komst til mín um nóttu [Vil svo bara benda á málverk eftir Ralph Fabri í þessum link http://www.library.georgetown.edu/dept/speccoll/fabri/intro.htm vert að kíkja á ef þið þekkið ekki til hans]

Haglar í helvíti (0 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Og í helvíti ringdi frostmolum “friður og farsæld á jörðu” Og himininn hvolfdist yfir okkur “elskaðu náungan eins og sjálfan þig” tíuþúsund englar allir í einu vildu sjá “virða skaltu föður þinn og móður” sjá þessa friðsæld á jörðu sem skapast hafði “þú skalt ekki aðra guði hafa” vonbrigðin lýstu úr svörtum engla andlitinum “bræður munu berjast” þeir héldu sig hafa haft rétt “Surtur svíður jörðina” og þrátt fyrir að hafa skapað helvíti á jörðu “heimili þitt er í daldauðans” halda þeir sig...

Litli heimur (0 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Ferðast um forna haga og hugarheima heimurinn skreppur saman í litla kúlu sem skoppar á borðinu fyrir framan mig og ég gleypi í mig allt sem ég sé. Litlu þorpin í stóru fjöllunum þar sem ungar stúlkur grétu tárum bláum fyrir sjöhundruð árum ljósbrúnar strendur svo langt sem augað eigir og ég læt sandinn leika við tærnar leifi sjónum að koma alveg að mér og hoppa svo frá eða læt hafið kela við þær selta þær og kæla skærir litirnir í hafinu og himninum óaðskiljanlegir eins og hluti af lítilli...

Drottning hafsins (4 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Hleypur yfir öldur drottning hafsins um allar aldir öldur fossa kringum hana létt og glatt árin líða án sults og sára ein hún klífur öldur alda. Áður hafði hún kóng og krónu, króga lítin og kolsvart hár nú særir hún og svertir hafið sver við kletta, æfir öldur ein hún bíður ragnarraka. Ljósa hárið bylgjast við brá bláu augun, blítt, hún logar áður hafði hún svarta þrá nú lýsir dauðans sakleysi eitt þar frá hleypur yfir öldurnar ástinni hjá. Bölvar og ragnar beinunum hjá á hafsbotni liggja...

Minn besti vinur (2 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Innilokuð ég kemst ekki út og ég öskra en það heyrir engin til mín það vill engin heyra öskur einmanna sálar sem er innilokuð í eigin vitund. Ég vil fljúga á svörtum vængjum til fjallanna og dalanna sem í bernsku lokkuðu og tældu því ég veit að þú ert þar og bíður en það er svo langt að fara svo langt að fljúga og ég vagga mér sjálfri í svefn með ímyndum af þér sem ert svo langt í burtu og samt svo nálægt hugsunum um þig sem ég þekki ekki ókunnur mér og samt minn besti vinur. Ég er svo...

Bak við mig (3 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Í gær uppgötvaði ég dauðann hann sat á bak við mig uppreistur og hár ég sá hann ekki en fann að hann var þarna þolinmóður og þrár reiðubúin að láta til skara skríða þegar tíminn kemur. Ég var að hugsa að bjóða honum í kaffi en hann virðist vera þögla týpan hann segir aldrei neitt lætur aldrei heyra í sér kannski heldur hann að við vitum ekki af honum? Að snögg koma hans komi okkur á óvart? Það er skrjáfrið í vindinum sem kemur upp um hann skrjáfrið í sálinni lætin í vitundinni þessi vitund...

Að heiman (0 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Skýin lýða svo lokkandi um himininn eins og til að bjóða þig velkomin velkomin á þennan ókunna stað en það breytir engu þessi hryllingur hefur læðst inn læðst inn í hversdagsleikann og hótar nú að sitja hérna að eilífu sitja hjá mér verða hluti af mér ég læt á engu bera ég veit það hjálpar ekki að æpa en hrópin í huga mér kæfa hugsanirnar og tilfinninguna af að ég eigi hvergi heima tilheyri engu og engum ópin þau deyfa hugann og dreifa athyglinni. En að lokum verð ég að sætta mig við það ég...

Flóttinn (1 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Færðu sálina úr spennitreyju hversdagsleikans Hægt og rólega svo engin heyri hægt og rólega svo þú særir hana ekki opnaðu svo hvíta bólstraða hurðina með hárnálinni sem gleymdist í kjöltu þinni það getur tekið tíma það getur tekið ár hlauptu svo í gegnum ganga raunveruleikans þangað til þú kemst út í galna veröldina þangað til þú kemst út í tóm vitleysunnar Passaðu þig bara á endurtekningum í hvítum sloppum þær eru þá komnar til að spenna þig á ný.

Hjartaslag (0 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Ég heyri ekki hljóðin sem fylgja þér það er eins og þú sért ekki til samt sé ég þig svo vel lyggja hérna hjá mér eins og í draumi eins og ímyndun og ég legg hönd mína á brjóst þitt bara til að vera viss bara til að finna til að vera til en hönd mín tekur í tómið eitt og ímynd þín hverfur augun fyllast af tárum hjartað tekst á flug flýgur út úr brjósti mínu er orðið þreytt á brellunum sem hugurinn veldur brestur. Ég sé þig standa í hurðinni ég trúi ekki lengur vitund minni svo heyri ég...

Andlitið (1 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Andlit án orða, augu án tára, ein spurning til þín. Og orðin þau drápu sárin þau grétu rauðlitum safa sem græðir. Og þú horfir ennþá særður og sár því þó sárin gréru… ertu merktur að eilífu. (Skrifað ca 1993)

Ein í mannmergð (2 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Sit hér ein mannmergðin þrengir að mér hleyp engum að engum nálægt sálirnar umhverfis mig á eilífum hlaupum um hlið algleymis og hugsunarleysis og ég reyni að ná andanum en köfnunartilfinningin fyllir mig þetta hráslagalega hyldýpi sem mér hefur verið búið og ég sit hér ein og reyni að ná andanum sé ekki mannfólkið á hlaupum um verslunarhús fáfræðinnar.

Eyðilandið (3 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Einmannalegt, eins og skapað til að gleymast skapað til að vera óskaland, draumalandið sem gleymdist. Árar í hverju horni, draugar í hverjum dal, tröll, álfar og vættir lifðu þar góðan dag. En svo einn fagran sumarmorgun fannst það aftur eins og af tilviljun sigldi hann þangað með öndvegis súlur og skip. Og svo byggðist landið gleymda af litlum mannabörnum ein manna börnum sem börðust við land og vætti. Og berjast enn við eyðiland og þess skugga við hafið og vættina hráslagan og ísinn....

Þurrki (0 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Þögul þurr og leið það gerist ekkert breitist ekkert lokað herbergi innilokunarkennd öskra engin heyrir þögul þurr og leið leiðist byggingarnar leiðist einsemdin leiðist þögnin heyri ekkert vil út út úr sjálfri mér út allt í hring kemst aldrei út kemst ekki frá þessu rúmi í tíma sem er endurtekning
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok