Maturinn á Austurlandahraðlestinni kostar vissulega sitt en hann er líka hverrar krónu virði. Ekki aðeins af því að skammtarnir eru velútlátnir og ríflegir heldur vegna þess að matargerðin er í mjög háum gæðaflokki, mun hærri en á hefðbundnum skyndibitastöðum. Þarna eru engir brasarar að brenna við hamborgara eða sjóða pylsur í sundur. Steingrímur Sigurgeirsson á Mogganum fjallar einmitt um þennan stað í blaðinu í dag (Sunnudag) og fer afar lofsamlegum orðum um hann. Hann bendir meðal annars...