Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Heyrirðu í mér? (1 álit)

í Smásögur fyrir 13 árum, 1 mánuði
Ég hélt aldrei að þú myndir deyja. Í alvörunni ekki. Auðvitað hugsaði ég um það, en ég trúði því aldrei. Nú eru liðin þrjú og hálft ár og enn hugsa ég um þig á hverjum degi. Líklegast hefur dauði þinn haft margfalt meiri áhrif á mig en líf þitt hefði nokkurntímann haft. Ég hugsa um þennan dag á fjallinu, daginn sem þú sagðir orðið “krabbamein” fyrst. Ég held samt að þú hafir verið leiðari yfir því að hætta með kærustunni. Ekkert okkar tók þetta alvarlega. Ég man að ég tók utan um þig og hélt...

Vor í lofti (5 álit)

í Smásögur fyrir 15 árum, 6 mánuðum
Hún nam aðeins staðar fyrir utan dyrnar. Stoppaði, svona eins og til þess að gefa sér færi á að íhuga þetta einu sinni enn. Lífið er leikur, hugsaði hún. En það hafði ekkert breyst, hún kunni öll rökin utan að og vissi nákvæmlega að niðurstaðan myndi ekkert breytast þótt hún færi í gegnum þau aftur. Svo þrýsti hún ungri hendinni ákveðið á hurðina og gekk inn á kaffihúsið þvert á sína betri vitund. Til fjandans með mótrökin, hún myndi aldrei upplifa neitt ef hún tæki aldrei neina sénsa. Lífið...

Árásarmanns enn leitað (11 álit)

í Smásögur fyrir 15 árum, 6 mánuðum
Endurfundir Ég vakna við hávært tíst í fuglum fyrir utan gluggann minn. Frábært. Enn einn sólríkur sumarmorgunn í Reykjavík. Allt öðruvísi en heima. Hér blæs aldrei almennilega. Ég sest upp og lít út um gluggann á litla kjallaraherberginu mínu. Grasið bærist ekki. Klukkan er ekki nema fimm en ég finn ekki til þreytu og ákveð því að fara á fætur. Ég lít fram á gang. Enginn á ferli. Ég bursta tennur og gríp svo með mér ABT-mjólk úr eldhúsinu og fartölvuna mína. Það er hlýtt úti þótt snemmt sé....

Endurfundir (5 álit)

í Smásögur fyrir 15 árum, 7 mánuðum
Alveg að koma, bara örlítið meir… Hún hraðar á ferðinni og finnur að hann herðir takið á mjöðmunum á henni og þeytir henni áfram síðasta spölinn. Líkaminn hennar spenntist upp, hryggurinn sveigist aftur… Raddböndin rifna og allt verður hvítt. Hún kemur aftur til sjálfrar sín við að sterkleg hönd strýkur niður eftir bakinu á henni og hún finnur að hún liggur máttlaus ofan á eigandanum. Hún lyftir kynninni aðeins upp af bringunni á honum til að kyssa hann létt á munninn, og leggst svo niður...

Nóttin, þessi sem breytti öllu (16 álit)

í Smásögur fyrir 15 árum, 8 mánuðum
Ég sendi þetta víst óvart inn þegar ég var að athuga hvað þetta væri orðið langt fyrir nokkrum dögum, en þá var ég ekki búin með söguna þannig að þið verðið eiginlega að lesa aftur til þess að sjá hvernig hún endar. :) Fenguð þarna aðeins að sjá inn í ókláraða sögu frá Sirju, en spennandi, ha? Ég ætla að segja ykkur sögu. Hún er kannski ekki neitt rosalega spennadi eða fyndin, og ég er kannski ekki nein Jane Austen, en þetta er sönn saga og þetta kom fyrir mig og nú ætla ég að segja ykkur...

Úr pípuhattinum (8 álit)

í Smásögur fyrir 16 árum, 1 mánuði
Nokkrir krakkar voru að leik á litlum leikvelli í miðju íbúðarhverfi. Sumir hengu í klifurgrind á meðan aðrir voru í eltingaleik í gegnum lítið steypurör sem stóð á miðjum leikvellinum. Það var mikil kátína í loftinu, enda ekki oft sem þau fengu frí í skólanum á virkum dögum. - Sjáið þið! hrópaði einn krakkinn. Þarna er hvít kanína! Lítil albínóakanína kom á harðastökki þvert yfir leikvöllinn. Hún renndi rauðum augunum til krakkanna sem komu hlaupandi á eftir henni í þeirri von um að ná...

Smásagnasamkeppni - Verðlaun í boði! (31 álit)

í Smásögur fyrir 16 árum, 6 mánuðum
Sæl verið þið! Í tilefni af sumrinu höfum ég og Meath ákveðið að efna til smásagnasamkeppni. Við erum að vinna í því að fá verðlaun fyrir hana, en þau verða auglýst þegar þau hafa fengist. Líklegast reynum við að fá vinningssöguna birta einhversstaðar á prenti í útgefnum miðli, eða þá að við sníkjum einhverja veraldlega gjöf handa ykkur. Fyrirmælin eru eftirfarandi: - Lágmark 500 orð, hámark 3.000 orð. - Sagan verður að vera á íslensku (og vandið ykkur nú!) - Hún verður að enda vel. Opið til...

Málarinn (5 álit)

í Smásögur fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Það var einn maður sem var alltaf í strætó þegar ég kom upp í vagninn á morgnanna. Hann sat alltaf í sætinu fyrir aftan hurðina í miðjunni, þarna fyrir aftan glerið sem kom í veg fyrir að þeir sem sætu í sætinu myndu kastast fram á ganginn þegar strætó stoppaði snögglega. Gamli maðurinn sat alltaf þarna, á sama staðnum, og málaði á glerið. Málaði eins og líf hans væri að veði, fjöll, akra, borgir og fólk. Svo stóð hann alltaf upp á sömu stoppistöðinni og gekk út, geymdi málverkin í vagninum...

Köld desembernótt í afskekktu landbúnaðarhéraði í Frakklandi (17 álit)

í Smásögur fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Á þokukenndri hæð í afskekktu landbúnaðarhéraði í Frakklandi stendur stórt steinhús, næstum kastali, frá miðöldum. Það var lengi í eigu lávarðarættarinnar í héraðinu en síðasti lávarðurinn hafði verið hálshöggvinn í byltingunni og fjölskyldan hans skotin í rúmum sínum. Eftir það var húsið selt á uppboði og þannig komst það í eigu ríkrar kaupmannsfjölskyldu, einmitt þeirrar sem aðalsöguhetjan okkar er úr. Húsið þótti mjög fallegt á sínum tíma og seldist á háu verði, þrátt fyrir að sagt sé að...

Tíminn (2 álit)

í Smásögur fyrir 18 árum, 1 mánuði
Gamla konan beygði sig niður og klappaði á kollinn á drengnum sem hékk utan í pilsi móður sinnar - Hvað ert þú orðinn gamall, litli minn? - Fimm ára, sagði sá litli stoltur. - Við skulum nú ekki vera að flýta okkur neitt, elskan mín, sagði mamma hans. Svo við konuna: - Hann verður fimm ára í október. - Það eru nú ekki nema nokkrir mánuðir í það, sagði konan og brosti niður til drengsins sem leit feiminn í burtu. — - Ertu viss um að þú viljir gera þetta? Hann leit spyrjandi á hana. Hún...

Sagan hans Gulla (10 álit)

í Smásögur fyrir 18 árum, 1 mánuði
Hvað er í gangi? Hvar er ég? – Ég finn ekkert, ég veit ekkert. Það er eins og ég sé ekki til. Það eina sem ég sé, eða ég held að ég sjái, er myrkur. Ég öskra, “Drullist til að kveikja ljósin!” en enginn svarar. Í örvæntingu minni reyni ég að hreyfa mig en ég get það ekki! Ég er læstur í litlu hólfi sem svífur um í tómarúminu. Það er bara ég og hólfið, ekkert annað, eða er þetta hólf kannski ég? Á meðan ég reyni að átta mig birtist agnarsmá ljóstýra í fjarska sem ég reyni að teygja mig eftir,...

Til þess er ég á allt að þakka (8 álit)

í Smásögur fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Til þess er ég á allt að þakka, Ég skrifa þetta bréf í þeim tilgangi að útskýra brotthvarf mitt því ég veit að þú munt hafa áhyggjur af mér. Þú ert svo góður og hugulsamur, hefur alltaf áhyggjur af mér ef að þú veist ekki hvar ég er. Í kvöld verður þessari ábyrgð þó létt af þér, á morgun mun ég að eilífu örugg. Mér þykir leitt að þurfa að koma þessu svona til þín, að geta ekki horft í augun á þér á meðan ég tala, að geta ekki faðmað þig í hinsta sinn og fundið koss þinn á höfði mínu, heitan...

Af litlu snjóþöktu skeri í Norður-Atlantshafi (8 álit)

í Smásögur fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Norður yfir Atlantshafi lækkaði Boeing MD-90 vél flugið yfir litlu, snjóþöktu skeri sem virtist að öllu leiti óbyggjanlegt. Stúlkan í sæti 21B settist upp við dogg. Hvað hafði hún sofið lengi? Hún leit út um gluggann. Fyrir neðan sá hún hvíta snjóbreiðu rísa upp úr hafinu. Ekki var ský að sjá svo langt sem augað eygði. Augu hennar rannsökuðu snjóbreiðuna. Hún greindi fjöll og vegi hér og þar, flugvélin var enn of hátt uppi til þess að sjá fólk enda var örugglega fátt um manninn á kreiki...

Hjörðin (7 álit)

í Smásögur fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Bamm, BAMM, BAMM! - Anton? Karl hóf upplesninguna. - Já. - Bjarni? … Bjarni? - Björn? Björn geispaði. - Jááá. Fyrir utan stofuna drundi í byggingu nýja skólans. Þegar hann hafði lokið við að lesa upp stökk Karl að töflunni og skrifaði í fimmta skiptið úr hvaða blaðsíðum prófið á mánudaginn yrði. Karl var einn af þessum kennurum sem skammaði aldrei nemendur sína og gerði alltaf sitt besta til þess að uppfylla óskir þeirra. Hann talaði frekar lágt að eðlisfari sem var kannski ástæðan fyrir því...

Kókflöskur í glugganum (34 álit)

í Smásögur fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Ég hef safnað hálfslíters kókflöskum í gluggann til þess að telja… Telja hvað? Dagana? Vikurnar? Árin? Nei, ætli ég hafi bara ekki nennt að henda þeim. Hitt hljómaði bara svo vel í takt við hjartslátt minn. Það er mismunandi mikið eftir í kókflöskunum. Einn daginn, þegar þær eru orðnar miklu fleiri, ætla ég að raða þeim upp eftir því hvað það er mikið af goslausri sykursýru eftir í þeim. Fyrst byrja ég á tómu flöskunum og vinn mig síðan upp í þær sem eru hálffullar. Þá myndast aflíðandi...

Fimmti eldhússtafsmaðurinn (4 álit)

í Smásögur fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Hún hrökk upp við pípið í helvítis símanum. Hnipraði sig saman undir sænginni en teygði sig svo yfir borðið í köldu herberginu til að slökkva á honum. Djöfull var leiðinlegt að vera á morgunvakt á veturna og þurfa að vakna í myrkri og kulda. Hún leit yfir á Ragnheiði sem lá steinsofandi í hinu rúminu. Á gólfinu lágu hinar tvær eldhússtelpurnar lengst inni í draumheimi hins áhyggjulausa lífs. Af hverju virtist hún vera sú eina sem vaknaði við verkjaraklukkuna á morgnana? Hún potaði í...

Í gegnum geiminn... (28 álit)

í Smásögur fyrir 19 árum
Í gegnum geiminn þýtur jörðin á sífelldum sporbaug sínum umhverfis sólina. Íbúar jarðarinnar taka lítið eftir því, peningarnir hafa náð tökum á þeim og fátt skiptir þá máli nema gróði dagsins. Í norðanverðu Atlantshafi stendur eyja og skelfur í kuldanum og vetrarmyrkrinu. Það er Ísland. Við Faxaflóa breiðir borgin úr sér, eitt sinn lítil og hlýleg, nú stór og yfirgnæfandi. Í rótgrónu hverfi í vesturhluta hennar skellur snjórinn á ungri stúlku. Hún hraðar sér í gegnum myrkrið í hríðinni. Sér...

Örvar eða LoveStar? (28 álit)

í Bækur fyrir 19 árum
Þetta er bókmenntaritgerð sem ég skrifaði úr sögunni LoveStar eftir Andra Snæ Indriðason. Ég fékk fína einkunn fyrir hana svo mér datt í hug að þetta væri kannski eitthvað sem þið hefðuð gaman að lesa. Veit ekki hvort maður skilur þetta ef maður er ekki búinn að lesa bókina. Heimurinn hefur tekið framförum. Mannfólkið er orðið handfrjálst og þarfnast hvorki snúra né gervihnatta lengur. Fólk er ekki grafið heldur er því skotið upp í geiminn og látið brenna í ósónlaginu til þess að gera...

Laxdæla Saga - Týndu kaflarnir (15 álit)

í Smásögur fyrir 19 árum
Þegar ég var í níunda bekk skrifuðum ég og vinkona mín þetta á eftir að hafa lesið Laxælu. Datt í hug að setja þetta hérna inn, þetta er mjög skemmtilegt og vel skrifað miðað við hversu gamlar við vorum. Veit samt ekki hvort þið hafið gaman að þessu. Okkur fannst Bolli miklu skemmtilegri persóna en Kjartan og þess vegna umrituðum við lýsinguna á Kjartani til þess að passa Bolla og bættum inn smá ástarævintýri milli hans og Þuríðar. Taka skal fram að nauðsynlegt er að kannst við Laxdælu til...

Drekinn í djúpi borgarinnar (9 álit)

í Smásögur fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Hann leyfir maríjúana lyktinni að umkringja sig, slakar á og lokar augunum í smá stund. Doberman hundurinn sefur í sófanum að vana, rokkið er á fóninum. Hér líður honum vel, hér finnst honum ekkert hefta frelsi sitt. Af veggnum starir stór og ógurlegur dreki grimmdar augum á hann. Stundum, þegar hann situr þarna og horfir á vegginn, finnst honum eins og hann sé drekinn. Hann gerir það sem hann vill, svífst einskis. Samt er hann bundinn, bundinn af undirheimum Reykjavíkur. Hann tekur upp...

Maðurinn í garðinnum (13 álit)

í Smásögur fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Einhversstaðar í raunveruleikanum hringdi bjalla. Hún rétti syfjulega úr sér og leit upp. Klukkan á veggjunum tjáði henni að seinni stærðfræðitíminn væri að hefjast. Þessi leiðinlegi skóli myndi halda henni fanginni í heilan tíma í viðbót. Hún vildi flýta sér í garðinn. Biðin hafði verið löng. Kennarinn var að fara yfir prófið sem bekkurinn hafði tekið í fyrradag. Hún hafði engan áhuga á að fylgjast með, prófblaðið hennar lá óhreyft á borðinu og broskallinn sem kennarinn hafði teiknað í...

Ágæti lífsins (97 álit)

í Tilveran fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Undanfarna mánuði hef ég séð marga kvarta yfir lífinu. Fólk kvartar yfir því hversu kalt það er, hvað það er leiðinlegt að búa á Íslandi, hversu leiðinlegt fólkið í skólanum er og hvað það sé almennt erfitt að vera til. Þunglyndi virðist líka vera í tísku hjá Íslendingum. Einhversstaðar minnir mig að ég hafi heyrt að tíðni fólks á þunglyndislyfjum væri mun hærri á Íslandi en í hinum norðurlöndunum. Nú spyr ég: Af hverju er fólk svona óánægt með lífið? Mín skoðun er sú að lífsins eigi að...

Hlaupandi (36 álit)

í Smásögur fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Hún hljóp niður tröppurnar og út á götu. Þar stoppaði hún eitt andartak. Hvert gat hún farið? Hver gæti hjálpað henni núna? Tárin láku niður kinnarnar á henni. Hún heyrði skruðninga innan úr húsinu, hafði ekki mikinn tíma til umhugsunar. Hún hljóp út götuna og upp á Hringbraut, Jónas, Jónas gæti hjálpað henni. Jafnvel eftir allt sem hafði gerst, hann myndi hjálpa henni. Á Hringbrautinni beygði hún til hægri og hélt áfram að hlaupa í átt að miðbænum. Hún reyndi að átta sig á því sem hafði...

Hverjir eru þessir skátar? (63 álit)

í Skátar fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Hverjir eru þessir skátar? Það er góð spurning. Ég held að ég megi nokkuð örugg segja að allir Íslendingar hafi einhverntímann heyrt orðið skáti og tengi það við fólkið í bláu skirtunum með asnalegu klútana um hálsinn sem gengur um með fána á 17. júní. En er þetta það sem skátastarf gengur út á? Gefur þessi hugmynd, “bláklædda fólkið með fánana á 17. júní,” rétta ímynd af skátastarfi? Það eru til margar hugmyndir um skáta í þjóðfélaginu. Eins og áður kom fram halda flestir að þetta sé fólkið...

Hegðun ungs fólks í grunnskólum Íslands (256 álit)

í Skóli fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Er það bara ég, eða er hegðun fólks í grunnskólum Íslands almennt ekki til fyrirmyndar? Sérstaklega í eldri bekkjunum. Á eftir fylgir lýsing á mjög týpískum íslenskutíma hjá mínum bekk, við erum á lokaári grunnskólans. Athugið að vegna nafnleyndar sem ég kýs að hafa í sögunni munið þið rekast á nokkur fáranleg nöfn eins og t.d. Mótmælandinn en ég kalla hann það út af því að hann rífst og skammast yfir öllu sem fellur ekki í hans hag. Púðurdrósin er kölluð svo vegna þreirra ófáu skipta sem...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok