Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Heyrirðu í mér? (1 álit)

í Smásögur fyrir 13 árum, 3 mánuðum
Ég hélt aldrei að þú myndir deyja. Í alvörunni ekki. Auðvitað hugsaði ég um það, en ég trúði því aldrei. Nú eru liðin þrjú og hálft ár og enn hugsa ég um þig á hverjum degi. Líklegast hefur dauði þinn haft margfalt meiri áhrif á mig en líf þitt hefði nokkurntímann haft. Ég hugsa um þennan dag á fjallinu, daginn sem þú sagðir orðið “krabbamein” fyrst. Ég held samt að þú hafir verið leiðari yfir því að hætta með kærustunni. Ekkert okkar tók þetta alvarlega. Ég man að ég tók utan um þig og hélt...

Skiptir máli að stafsetja sögur vel? (0 álit)

í Smásögur fyrir 15 árum, 3 mánuðum

Á hvaða aldri ert þú? (0 álit)

í Smásögur fyrir 15 árum, 5 mánuðum

Lestu það sem kemur hingað inn? (0 álit)

í Smásögur fyrir 15 árum, 7 mánuðum

Vor í lofti (5 álit)

í Smásögur fyrir 15 árum, 7 mánuðum
Hún nam aðeins staðar fyrir utan dyrnar. Stoppaði, svona eins og til þess að gefa sér færi á að íhuga þetta einu sinni enn. Lífið er leikur, hugsaði hún. En það hafði ekkert breyst, hún kunni öll rökin utan að og vissi nákvæmlega að niðurstaðan myndi ekkert breytast þótt hún færi í gegnum þau aftur. Svo þrýsti hún ungri hendinni ákveðið á hurðina og gekk inn á kaffihúsið þvert á sína betri vitund. Til fjandans með mótrökin, hún myndi aldrei upplifa neitt ef hún tæki aldrei neina sénsa. Lífið...

Árásarmanns enn leitað (11 álit)

í Smásögur fyrir 15 árum, 8 mánuðum
Endurfundir Ég vakna við hávært tíst í fuglum fyrir utan gluggann minn. Frábært. Enn einn sólríkur sumarmorgunn í Reykjavík. Allt öðruvísi en heima. Hér blæs aldrei almennilega. Ég sest upp og lít út um gluggann á litla kjallaraherberginu mínu. Grasið bærist ekki. Klukkan er ekki nema fimm en ég finn ekki til þreytu og ákveð því að fara á fætur. Ég lít fram á gang. Enginn á ferli. Ég bursta tennur og gríp svo með mér ABT-mjólk úr eldhúsinu og fartölvuna mína. Það er hlýtt úti þótt snemmt sé....

Gleðilegt sumar! (0 álit)

í Smásögur fyrir 15 árum, 8 mánuðum
Kæru smásagnahugarar, Gleðilegt sumar! Með byrjun sumars kemur væntanlega prófatörn hjá flestum ykkar, og óskum við ykkur öllum góðs gengis í því. Það er ekkert betra til að skerpa á heilanum heldur en smá stress og álag. Svo vonum við að þið verðið rosalega dugleg að senda inn sögur þegar því er lokið, og sjálfsögðu að þið lesið sögur annarra og gefið nytsamlega gagnrýni. Eins og einhver sagði, með nýrri árstíð kemur nýr innblástur. Kær sumarkveðja, Stjórnendur á /smasogur.

Endurfundir (5 álit)

í Smásögur fyrir 15 árum, 8 mánuðum
Alveg að koma, bara örlítið meir… Hún hraðar á ferðinni og finnur að hann herðir takið á mjöðmunum á henni og þeytir henni áfram síðasta spölinn. Líkaminn hennar spenntist upp, hryggurinn sveigist aftur… Raddböndin rifna og allt verður hvítt. Hún kemur aftur til sjálfrar sín við að sterkleg hönd strýkur niður eftir bakinu á henni og hún finnur að hún liggur máttlaus ofan á eigandanum. Hún lyftir kynninni aðeins upp af bringunni á honum til að kyssa hann létt á munninn, og leggst svo niður...

Hvernig finnst þér nýi bannerinn? (0 álit)

í Smásögur fyrir 15 árum, 8 mánuðum

Hvernig finnst þér best að skrifa? (0 álit)

í Smásögur fyrir 15 árum, 9 mánuðum

Nóttin, þessi sem breytti öllu (16 álit)

í Smásögur fyrir 15 árum, 9 mánuðum
Ég sendi þetta víst óvart inn þegar ég var að athuga hvað þetta væri orðið langt fyrir nokkrum dögum, en þá var ég ekki búin með söguna þannig að þið verðið eiginlega að lesa aftur til þess að sjá hvernig hún endar. :) Fenguð þarna aðeins að sjá inn í ókláraða sögu frá Sirju, en spennandi, ha? Ég ætla að segja ykkur sögu. Hún er kannski ekki neitt rosalega spennadi eða fyndin, og ég er kannski ekki nein Jane Austen, en þetta er sönn saga og þetta kom fyrir mig og nú ætla ég að segja ykkur...

Hvað finnst þér skemmtilegast að lesa? (0 álit)

í Smásögur fyrir 15 árum, 12 mánuðum

Keppni lokið, könnun tilbúin - Lokar 14. janúar (0 álit)

í Smásögur fyrir 16 árum
Sæl öll, Takk fyrir frábæra þátttöku í jólakeppninni. Vona að þið hafið öll reynt mikið á ykkur við að fara eftir sérviskunni í mér. Það er búið að búa til könnun og þið kjósið þá sögu sem ykkur fannst best. Ekki kjósa sögur bara vegna þess að vinir ykkar gerðu þær, það er bara alls ekkert skemmtilegt. Endilega farið líka yfir skilmálana á keppninni áður en þið kjósið, og kjósið söguna sem ykkur finnst vinna best með verkefnið. Það eru engin verðlaun í boði, enda skiluðu þau sér aldrei...

Keppnissögur fá forgang (16 álit)

í Smásögur fyrir 16 árum
Vegna fjölda innsendra greina hef ég verið að samþykkja tvær á dag til þess að biðtíminn haldist sem stystur og til þess að keppnissögurnar komist að sem fyrst. Ég hef ákveðið að hætta þessu. Í staðinn ætla ég að láta keppnissögur ganga fyrir þangað til að innsendingarfrestur á þeim er búinn. Það verður semsagt samþykkt ein saga á dag eins og áður. Eftir það verða hinar sögurnar samþykktar í réttri röð. Þetta ætti ekki að valda ykkur miklum óþægindum, vildi bara láta vita svo fólk væri ekki...

Ný smásagnasamkeppni. Merkið allar sögur í hana með *Keppni*. (23 álit)

í Smásögur fyrir 16 árum
Mikilvægt!!! Merkja allar sögur sem fara í keppnina með *Keppni*. Sæl öll, Vegna fjölda eftirspurna hefur verið ákveðið að setja í gang aðra smásagnasamkeppni. Afsakið hvað ég var lengi að henda þessu inn en það hefur verið einstaklega mikið að gera, eins og hjá mörgum væntanlega. Keppnin á að tengjast hátíðunum, bara af því að þær eru að koma. Og með hátíðirnar er átt við allt það sem gerist í desember, hvort sem það eru jólin, hanuka, áramótin o.s.fr. Hér eru skilyrðin: - Sagan verður að...

Komið með hugmyndir af keppni hér (11 álit)

í Smásögur fyrir 16 árum, 2 mánuðum
Sæl öll, Ég skal setja af stað keppni ef þið segið mér hvernig þið viljið hafa hana. Ég vil fá fullt af hugmyndum og svo smíðum ég og Meath eitthvað saman.

Stefnirðu á framtíð sem rithöfundur? (0 álit)

í Smásögur fyrir 16 árum, 2 mánuðum

Úr pípuhattinum (8 álit)

í Smásögur fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Nokkrir krakkar voru að leik á litlum leikvelli í miðju íbúðarhverfi. Sumir hengu í klifurgrind á meðan aðrir voru í eltingaleik í gegnum lítið steypurör sem stóð á miðjum leikvellinum. Það var mikil kátína í loftinu, enda ekki oft sem þau fengu frí í skólanum á virkum dögum. - Sjáið þið! hrópaði einn krakkinn. Þarna er hvít kanína! Lítil albínóakanína kom á harðastökki þvert yfir leikvöllinn. Hún renndi rauðum augunum til krakkanna sem komu hlaupandi á eftir henni í þeirri von um að ná...

Framhaldssögukorkur (9 álit)

í Smásögur fyrir 16 árum, 5 mánuðum
Sæl öll! Það hafa komið inn fyrirspurnir um það hvort hægt sé að skrifa framhaldssögur hér, sem virka þannig að einhver skrifar byrjun og svo skrifar fólk bút og bút inn í. Í ljósi þess höfum við ákveðið að útfæra þá hugmynd á eftirfarandi hátt: -Búinn verður til sérstakur korkur undir þetta. Þar verður hægt að stofna nýjan kork, og þegar það er gert skrifar maður byrjun á sögu. Byrjunina merkir maður með tölustafnum 0. -Til þess að halda áfram með söguna svarar maður því sem var skrifað...

Smásagnasamkeppni - Verðlaun í boði! (31 álit)

í Smásögur fyrir 16 árum, 7 mánuðum
Sæl verið þið! Í tilefni af sumrinu höfum ég og Meath ákveðið að efna til smásagnasamkeppni. Við erum að vinna í því að fá verðlaun fyrir hana, en þau verða auglýst þegar þau hafa fengist. Líklegast reynum við að fá vinningssöguna birta einhversstaðar á prenti í útgefnum miðli, eða þá að við sníkjum einhverja veraldlega gjöf handa ykkur. Fyrirmælin eru eftirfarandi: - Lágmark 500 orð, hámark 3.000 orð. - Sagan verður að vera á íslensku (og vandið ykkur nú!) - Hún verður að enda vel. Opið til...

Howard Phillips Lovecraft (0 álit)

í Smásögur fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Þessi var nú duglegur að skrifa…

Málarinn (5 álit)

í Smásögur fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Það var einn maður sem var alltaf í strætó þegar ég kom upp í vagninn á morgnanna. Hann sat alltaf í sætinu fyrir aftan hurðina í miðjunni, þarna fyrir aftan glerið sem kom í veg fyrir að þeir sem sætu í sætinu myndu kastast fram á ganginn þegar strætó stoppaði snögglega. Gamli maðurinn sat alltaf þarna, á sama staðnum, og málaði á glerið. Málaði eins og líf hans væri að veði, fjöll, akra, borgir og fólk. Svo stóð hann alltaf upp á sömu stoppistöðinni og gekk út, geymdi málverkin í vagninum...

Hálft ár síðan síðast (4 álit)

í Forsíða (gamla) fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Kæru hugarar, Í dag er nákvæmlega hálft ár og einn dagur síðan ég bloggaði síðast. Ég hef ákveðið að þetta blogg gæti í framtíðinni verið ein af mikilvægustu heimildunum um líf mitt ásamt MSN chatloggum og taldi því við hæfi að drita nokkrum orðum á blað við þetta tækifæri. Svo ekki sé minnst á það hversu einstaklega góður rithöfundur ég er og hvað þið eigið eftir að njóta skrifa minna mikið. Við skulum byrja á því að fara aðeins yfir stöðu mála: >Í dag er ég 17 ára, 5 mánaða og 28 daga...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok