Heitt mál í dag, innflytjendamálið. Mér finnst það nokkuð sláandi hvernig talað er um innflytjendur. Finnst stundum eins og talað sé um þetta sem einhverskonar tæki; ágætt að flytja slatta inn til að auka hagvöxt, vinna þau störf sem við teljum okkur vera orðin of fín til að vinna, en svo verður fólk óttalega pirrað þegar kemur að hinu mannlega, samskiptunum. Gleymum því ekki að innflytjendur eru, rétt eins og við öll, flest allir bara að reyna hafa í sig og á og pluma sig í lífinu. Þar sem...