Ókei, við vitum öll að hálfviti er einhver sem hefur bara hálft vit… þó það sé frekar asnalegt mælilega séð. EEEn er ég lá í rúminu mínu í nótt, ófær um að sofna þá datt mér í hug nýtt orð: hálviti sem þýðir: gáfnaljós eða eitthvað í þeim dúr. Sjáið til, hál er dregið af orðinu hált eða “eitthvað sem er erfitt að standa á án þess að renna til”. Og þið vissuð það eflaust ekki en það er til annað orð yfir hált, og það er: sleipt sem merkir í rauninni það sama. Nú, stundum þegar fólk er að lýsa...