Í níunda bekk þá var ég að útskýra fyrir þáverandi bekkjarsystur minni hvað nafnorð væru, og setti það þannig fram að allt sem þú gætir snert væri nafnorð, hestur, bíll, sól stelpa þá greip hún fram í fyrir mér ,,sól??? Ef þú snertir sól þá brennuru til dauða fíflið þitt" Svo enn þá daginn í dag heldur hún að allt sem þú getur snert eru nafnorð, fyrir utan sólina, út af auðvitað getur þú ekki snert sól…