Lokaorðin mín í tengslum við þessa umræðu má setja fram sem spurningu og svar við henni. Spurningin er svohljóðandi: Hafa menn ekki fattað hvert sé eftirlitshlutverk flokkanna í kosningum og hvernig það virkar? Svarið er svohljóðandi: Enginn hefur meiri hagsmuna að gæta að kosningar fari rétt fram en einmitt þeir flokkar sem bjóða fram hverju sinni. Af þeim sökum rækja þeir yfirleitt þetta eftirlitshlutverk sitt mjög samviskusamlega og gera hiklaust athugasemdir telji þeir einhverjar...